Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 40

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 40
Þolhlaupin: I 10.000 m. hlaupi hafa þeir Sigurgeir Arsælsson og Haraldur Þórðarson úr Ármanni náð sæmilegum tíma; Sigurgeir 35:25,0 mín. en sá síðarnefndi 35:28,2. ludriði Jónsson úr K. R. er með 3. bezta tímann 36:41,8 og er það honum illa samboðið. Hann virtist aldrei ná sér upp s. 1. sumar. I 5,000 m. fékkst enginn sæmilegur tími. Verður að teljast með öllu óviðunandi, að eng- inn skuli hafa getað komist undir 17 mín. Bezta tímann, 17:03 mín. hefur íslandsmeistarinn, Árni Kjartansson úr Ármanni, og hefir hann þá afsökun framar hinum, að hann hafði aðeins hlaup- ið þessa vegalengd einu sinni áður. Er þolhlaupurum okkar það eigi vanzalaust, að hægt skuli vera að vinna meistaratitil á svo lélegum thna. Næstir Árna voru Indriði og Haraldur Þórðarson með 17:09,8 og 17:38,8. í 3000 m. hlaupi eru það þrír drengir, sem forystuna hafa; er það „í. R. tríóið“, sem vann þetta afrek á Drengjameistaramótinu. Eru það þeir Sigurgísli SigurSsson með 9:48,8, Óskar Jónsson, 9:51,2, og Jóhunnes Jónsson, 10:02,2. Fjórði er Indriði með 10:02,8 en síð- an koma þeir Sigurgeir og Arni. Vonandi eiga þessir menn eftir að hefja þolhlaupin til nýrrar virðingar vor á meðal, en til þess þarf bæði kjark, festu og sam- eiginleg átök. — Þess ber þó að gæta, að Sigurgeir hljóp aldrei 5000 m. s. 1. sumar, og Haraldur var ekki með á 5000 m. Meist- aramótsins, en þá var veður sæmilegt, en bæði 17. júní og á Allsherjarmótinu var veður mjög óhagstætt. Þá er og rétt að geta þess, að á Septembermótinu, er í. R.- og Ármanns- tríóin mætt- ust, sigraði Sigurgeir alla I.R.-ingana, enda þótt tíminn sé ekki betri en 10:08,2 sakir veðursins. I. R.- sveitin vann aftur á rnóti á stigum, 10 stig gegn 11. Grindahlaup: Þar er hægt að fara fljótt yfir sögu. Tveir menn komust und- ir 20 sek. og er það mjög lélegt. Þessari fallegu íþrótt er of lítill sómi sýndur, því að enginn virðist hirða um að taka hana

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.