Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 43

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 43
Köstin: Gunnar Huseby, K.R. var bezti kastari ársins. Náði hann bezt- uni árangri i kúluvarpi og kringlukasti og 3. í sleggjukasti. Setti hann nýtt ísl. niet í kúluvarpi, 14,79 m. og er það bezta afrek, er unnið hefir verið af íslendingi í frjálsum íþróttum, gefur 899 stig. Gunnar keppti aðeins tvisvar á árinu, á Allsherjarmótinu, er hann setti metið og Meistaramótinu, þar sem hann vann á 14,63 m. í kúluvarpi var Sig. Finnsson, K.R. næstur með 13,17 m. Vann hann á þeim árangri Konungsbikarinn fyrir bezta afrek 17. júní-mótsins. Þá korna þeir jóel SigurSsson, Í.R. ineð 13,04 m., ttragi FriSriksson frá Siglufirði, með 12,98 og Jens Magnússon, K.R. með 12,70. Þeir Jóel og Bragi eru enn á drengjaaldri og sá síðarnefndi að'eins 15 ára og hið mesta kastaraefni, sem hér hefir komið fram að Huseby einum undanskildum. Verður gaman að fylgjast með framförum hans. I kringlukasti hafði Huseby 42,50 sern er lítið eitt lakara en 1941. Næstur var Bragi Friðriksson, K.S., með 39,00, sem er prýði- lcgt afrek af svo ungum manni. Þriðji var methafinn, Ólafur Guð- mundsson, I.R. á 37,94 m., en gamall keppinautur hans, Kristján Vattnes, K.R. kastaði 37,88. Keppti hann aðeins á Innanfélagsmóti K.R. Félagar hans Jens Magnússon og Anton Björnsson köstuðu bezt 34,91 og 34,70 m. Verður gaman að sjá kringlukastið í suinar, ef allir þessir menn æfa vel. I spjótkasti var Jón Hjartar úr K.R. langbeztur ineð 55,60. Nálægt 50 komust einnig Jóel Sigurðsson 49,77 og Jens Magn- ússon, 48,55. Næstir voru svo Bragi Friðriksson og Anton Björns- son með 45,65 og 44,64 m. Jón vann alltaf með yfirburðum og er þetta afrek hans það næstbezta, sem hér hefir verið unnið í þessari grein. Jóel hefir ennþá ekki náð þeim árangri, sem búist var við fyrir nokkrum árum, en hefir samt tímann fyrir sér. Annars virðist vanta nýtt hlóð í þessa grein. í sleggjukastinu var methafinn Vilhjálmur GuSmundsson, K.R., 39

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.