Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 44
beztur með 42,31 in., sem er rúmuni 4 metrum lakara en met hans.
Næstur var Helgi Guömundsson úr sama félagi með 38,45. Er það
eftirtektarvert afrek, unnið í slagviðri og stormi. Helgi hefði án
efa kastað yfir 40 m. í betra veðri og Vilhjálmur þá einnig nálg-
ast met sitt. Þriðji var Gunnar Huseby með 36,06 m., sem er gott,
þar sem bann æfir þessa grein ekki. Fjórði er Gísli Sigurðssou,
F.H., með 29,28, og hefir honum enn eigi lánast að kasta yfir
30 m., en hann gefur sig vissulega ekki, frekar en Helgi, fyrri en
takmarkinu er náð.
Fjól þrautir:
I fjarveru Sigurðar Finnssonar var Anton Björnsson, K.R.,
bezti fjölþrautamaður sumarsins. Hann varð bæði íslandsmeist-
ari í fimmtarþraut og tugþraut, en var þó langt frá metinu í báð-
um greinunum, og talsvert frá sínum persónulegu metiim. Þrátt
fyrir þessa sigra sína koinst hann aldrei í fullkomna þjálfun í
fyrrasumar, enda munaði mjóu að hann tapaði í fimmtarþrautinni,
eða aðeins 3 stigum. Anton fékk 2466 stig, en Jóhann Bernhard
2463 stig, sem er bezta afrek hans í fimmtarþraut. Jón Hjartar
er með 3ja bezta árangurinn, 2431, en ekki þó frá Allsherjarinót-
inu, þar sem hann sigraði með 2309 stigum, heldur frá innanfé-
lagsmóti K.R. Rögnvaldur Gunnlaugsson og Sverrir Emilsson eru
næstir með 2255 og 2219 stig. Þeir Anton og Rögnvaldur eru jafn-
a-tir. en hinir hafa eina eða tvær sterkar greinar. 1 tugþraut er
Anton greinilega beztur með 4794 stig, en Sverrir Emilsson næst-
ur með 4466. Jóhann Bernhard og Jón Hjartar mjög líkir, með
4208 og 4206, en Rögnvaldur er þarna langlægstur með 3793 stig.
Allir eru þessir ntenn Iakir í grindahlaupi, en þeir Jóhann og
Rögnvaldur fengu auk þess ekkert stig út úr stangarstökki og
munar það miklu fyrir þá. Anton kann allar greinarnar, en er
ekki stjarna í neinni. Sverrir mundi verða honum skæður keppi-
nautur, ef hann væri nokkru betri og öruggari í köstunum.
Og lýkur hérmeð þessari grein unt árangurinn hér í Reykja-
vík níðastliðið sumar.