Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 66

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 66
berg, og bezta Austurríkismanninum B. Vygoda. Urðu þeir sem von var á uudan Jóni, sem þó hljóp mjög vel framan af og hélt lengi í við þá. Það sem hann skorti aðallega var þol og skerpa í endasprettinum, enda var ofsahiti á meðan hlaupið fór fram. Fyrstur í riðlinum varð Svíinn Lindberg á 11,6 sek. Austurríkis- maðurinn 2. og Jón 3. (sennilega á 12,1 sek.) rétt á undan Serb- anunt Milischevitsch. Má það kallast góð frammistaða af Jóni, sem vitanlega var lítt æfður á við hina. Hinn 10. júlí (kl. 10,50 f. h.) átti 200 m. hlaupið að fara fram, en þar sem Jón var þá rnjög illa fyrir kallaður, tók hann eigi þátt í því, enda þótt hann væri skráður. Hinsvegar tók hann þátt í glímukeppni Islending- anna 15. júlí, í stað eins glimumannanna. Á íþróttamóti, sem haldið var í Malmö lenti Jóni aftur saman við Svíann Lindherg í 100 m. hlaupi og tvo Bandaríkjatnenn, sem ekki höfðu getað keppt í Stokkhóhni vegna meiðsla. Urðu þeir nú 1. og 2.; sá fyrri hljóp á 10,7 sek. eða einum tiunda hluta úr sekúndu lietri tíma en Olympiusigurvegarinn. Svíinn varð þriðji, en Jón varð að sætta sig við að vera án verðlauna, eins og við var að búast, í kcppni við slíka garpa. A Olympiuleikana í Antwerpen 1920, voru engir íþróttainenn sendir til keppni, en þó fóru tveir íþróttamenn á leikana á veg- um I. S. I. til að kynna sér nýjungar á sviði íþróttamálanna. Voru það þeir Ben. G. Wáge og Ólafur Sveinsson. 2. utanför: Alþjóðamót K.F.U.M. í Kaupmannahöfn 1927. Lagt var af stað úr Reykjavík með „Lyru“ 30. júní. I förinni tóku þátt alls 8 keppendur, þeir Jón Kaldal, (fararstjóri), Asgeir Einarsson, Garðar S. Gíslason, Geir Gígja og Helgi Eiriksson til keppni í frjálsum íþróttum og auk þess 3 sundinenn, Björgvin Magnússon, Ingólfur Guðmundsson og Jón Pálsson. Til Bergen komu þeir 4. júlí og voru þá vel hressir. Voru þar haldnar æfingar og hlupu þeir Garðar og Helgi þá 100 m.

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.