Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 69

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Page 69
4—5 fyrstu hringina, en hætti svo, enda var hann úr allri æfingu og ekki verið til þess ætlast af Islendingum, að liann keppti. A íþróttamóti þessu fengu Svíar flest stig, alls 129 stig, ls- lendingar urðii 11. í röðinni með 14 stig, en voru þó á undan t. d. Englendingum, Þjóðverjum og Rúmenuni. Máttu þeir því vel við úrslitin una. I><‘ir Garðar, Geir, Helgi og Kaldal fóru til Vejle 18. júlí og kepptu þar. Þar varð Garðar annar í 100 m. hlaupi á 11,3 1*4 m. á eftir Frakkanum J. Jaekson, sem hafði orðið 2. a K. F. U. M.- mótinu. Helgi varð 2. í liástökki á 1,70 m. og loks varð Geir fjórði í 3000 m. hlaupi á 9:18,2 mín. Daginn eftir tóku Islendingarnir þátt í íþróttamóti í Aarhus. Varð Geir þar fyrstur í 800 m. hlaupi á 2:04,8 mín., en Garðar 2. bæði í 200 m. ldaupi og langstökki. Heint til Islands kom flokkurinn aftur 24. júlí nieð Dronn- ing Alexandrine og þótti fiirin hafa tekist með ágætum. 3. utanför: Olympiufórin til Berlínar 1936. A Olympiuleikana í Berlín voru sendir til keppni 4 frjáls- íþróttamenn, þeir Sveinn lngvarsson (í 100 m. hlaup), Kristján Vattnes (spjótkast) Sigurður Sigurðsson (Iiástökk og þrístökk) og Karl Viliuundsson (tugþraut). Einnig voru með í förinni sundnienn, íþróttakennarar ofl. alls 50. Fararstjóri var dr. Björn Björnsson, þjálfari frjálsíþróttamannanna var Olafur Sveinsson, en nuddari Benedikt Jakohsson. P’orseti I. S. I., Ben G. Wáge, var ennfremur með í förinni og sat alþjóðaráðstefnu hinna ýmsu íþróttasamhanda í boði þýzku Olympíunefndarinnar. Lagt var af stað með Dettifossi þann 16. júlí og komið til Berlínar nokkrum dögum fyrir mánaðarmót. 2. ágúst hófst keppnin. Sveinn Ingvarsson lenti í 6. riðli í 100 m. hlaupinu og varð 5. af 6 keppendum. Fyrstur varð Theu- nissen Suður-Afríku á 10,7 sek. 2. Hornberger ÞI. á sama tíma 65

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.