Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Qupperneq 77
Afrekaskrá íslanda 1942.
Hér birtist skrá yfir (i beztu menn í hverri íþróttagrein
árið 1942. bví ber ekki að neita, að það er ærið vanda-
samt verk að semja slíka afrekaskrá svo vel fari. Fyrst og
fremst er úr mjög miklu að velja, þvi að alls voru haldin
um 35 mót á öllu landinu s.l. ár. í öðru lagi er vallar-
aðstaða svo ólik á hinum ýmsu stöðum, að afrekin eru
ekki sambærileg'. En eins og kunnugt er, þarf aðstaða öll
að vera leikreglum samkvæm til þess að met nái stað-
festingu. Því miður er því ekki að heilsa nema á örfáurr,
siöðum og því ekki um annað að ræða en að sleppa þeim
árangri, sem náðst hefur við ófullkomnar vallaraðstæður.
Krlendis er það föst regla, að taka í slíka skrá aðeins þau
afrek, sem enginn vafi leikur á að séu rétt. Hefur verið
reynt að fylgja þeirri reglu einnig hér og taka ekki önnur
afrek en þau, sem vitað er um að séu rétt. Af þessum á-
.stæðum hafa engir tímar í hlaupum lengri en 100 metra
verið teknir, nema hlaupið liafi verið á hringbraut. Þá cr
það og skilyrði fyrir tíma yfirleitt, að hann hafi veriö
tckinn á 3 klukkur (á 1. manni). Enn fremur, að haili braut-
ar í hlaupi, stökki eða kasti hafi ekki verið íneiri en 10
cm. á hverjum 100 m. Þá eykur það vitanlega á gildi afreks-
ins, ef viðurkenndir dómarar votta að það sé rétt.
Vonandi verður þessi afrekaskrá til þess, að framkvæmda-
nefndirnar á hinum ýmsu stöðum reyni eftir mætti að lag-
færa keppnisvellina og bæta fyrirkomulag mótanna, svo að
allir ísl. íþróttamenn geti haft jafna aðstöðu lil að komast
í þessa afrekaskrá.
100 metra hlaup: 200 metra hlaup:
Jóhann Bernhard, KR .. 11,4 Jóhann Bernhard, KR .. 23,6
Oliver Steinn, FH 11,0 Brynj. fngólfsson, KR . . 23,9
Svcrrir Emilsson, KR ... 11,8 Oliver Steinn, FH 24,1
Outtormur Þormar, Fl. . . 11,8 Sverrir Emilsson, I\R .. . 24,3
Höskuldur Skagfjörð, Sk. 11,8 Baldur Möller, Á 24,6
Rrynj. Ingólfsson, KR . . 11,8 Jóhannes Einarsson, FH. 25,1
73