Jökull - 01.01.2019, Side 120
Remote sensing of snow patches on Tröllaskagi Peninsula, N-Iceland
Figure 8. MAAT (1961–1990) for each study area overlaid with the PSPs of all time periods. a) Almenningar
and Úlfsdalir, b) Brimnesdalur, c) Kerling, d) Búrfellsdalur, and e) Sakka. – Kortlagning fanna á hverju svæði
fyrir sig lögð ofan á kort af meðalárshita áranna 1961–1990.
Acknowledgements
We thank Tómas Jóhannesson (Icelandic Meteorolog-
ical Office) and the National Land Survey of Ice-
land for providing the digital elevation model. This
work is part of the “Permafrost in Iceland – Climate
Change Impact on Permafrost Development and Re-
sulting Mass Movement Process” project, which is
funded by the Austrian Research Promotion Agency
(FFG) through the Austrian Space Applications Pro-
gramme (ASAP, project number 854021). This work
would not have been possible without the doctoral
scholarship of the University of Innsbruck.
ÁGRIP
Fannir sem sjaldan eða aldrei leysir, stundum kall-
aðar sífannir, eru nokkuð algengar í fjöllum Trölla-
skaga. Höfundum er ekki kunnugt um að fannir á
Íslandi hafi verið kortlagðar eða rannsakaðar sérstak-
lega. Slíkar fannir í Alpafjöllunum hafa verið tengdar
við tilvist ósamfellds sífrera í fjalllendi og þær jafnvel
taldar stuðla að tilvist hans með því að draga úr áhrif-
um sólgeislunar á sumrin. Þar hafa fannirnar verið
kortlagðar og notaðar sem ein helsta vísbending um
útbreiðslu ósamfellds sífrera. Slík kortlagning veitir
upplýsingar um þátt sífrera í myndun óstöðugra fjalls-
hlíða í Ölpunum. Útbreiðsla sífrera á Íslandi hefur
verið kortlögð í megindráttum með mælingum og lík-
anreikningum. Þekking á tilvist staðbundins sífrera
og útbreiðslu í bröttu fjalllendi, t.d. á Tröllaskaga, er
þó enn mjög ábótavant. Í slíku landslagi getur þiðnun
sífrera haft mikil áhrif á stöðugleika fjallshlíða og er
því mikilvægt að efla þekkingu á þessu sviði.
Fjarkönnun var beitt, og hálfsjálfvirk aðferð próf-
uð, til að greina fannir og meta útbreiðslu á öllum
tiltækum háupplausnar gervitunglamyndum (Landsat-
5/-7-8 og Sentinel-2, 1984–2017) frá sex aðskildum
svæðum á utanverðum Tröllaskaga. Auk þess voru
notaðar loftmyndir ásamt myndum úr vettvangsferð-
um til samanburðar og prófunar við greiningu á gervi-
tunglamyndunum. Fannir voru kortlagðar á ákveðn-
um tímabilum og líkur á tilvist fanna voru reiknað-
ar á hverju svæði fyrir sig. Útbreiðsla fannanna og
JÖKULL No. 69, 2019 119