Jökull


Jökull - 01.01.2019, Síða 130

Jökull - 01.01.2019, Síða 130
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2017 og 2017–2018 Hrafnhildur Hannesdóttir Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; hh@vedur.is https://doi.org/10.33799/jokull2019.69.129o YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá tæplega fimmtíu sporðamælistöðum haustið 2018. Þar af mælist hop á 33 stöðum, framgangur á fimm og fjórir sporðar breytast lítið sem ekkert. Mæling náðist ekki á nokkrum stöðum vegna snjóskafla við jaðar eða fljótandi jaka á lóni framan við jökulinn sem torveldar mælingu með fjarlægð- arkíki. Vesturtunga Þórisjökuls bættist við lista sporðamælistaða þegar farin var vettvangsferð í september 2018 og mælistaður staðsettur. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Á um 70% sporðamælistaða mælist hörfun, nokkrir sporðar standa í stað, en aðrir ganga lítillega fram, þar á meðal sporður Kvíárjökuls, um rúmlega 70 m á einni mælilínunni. Erfitt aðgengi er að mörgum sporð- um sökum stækkandi lóna, tilfærslu á útföllum og far- vegum, sem og annarra landslagsbreytinga. Marg- ir sporðamælingamenn hafa stuðst við fjarlægðarkíki til þess að mæla fjarlægð milli sporðs og fastmerk- is. Hafa verður í huga að í sumum tilfellum getur slík mæling verið ónákvæm, sérstaklega ef vegalengdin er mjög mikil og jökulsporðurinn sléttur og skítugur en þá getur reynst erfitt að miða á jaðarinn. Þar sem jökl- arnir ná út í lón geta orðið breytingar á stöðu sporðsins vegna kelfingar eða vegna þess að hluti hans er á floti. Á 1. mynd sést samanburður á hæðarlíkönum af Öræfajökli frá árunum 2011 (leysimæling), 2017 og 2019 (Pléiades gervihnattamyndir). Sjá má að nokkr- ir af suðurskriðjöklum Öræfajökuls hafa þykknað um allt að 20 m á síðastliðnum áratug. Hins vegar lækk- ar yfirborð Svínafellsjökuls, Falljökuls, Hrútárjökuls og Fjallsjökuls um allt að 20 m. Ákomusvæði jökuls- ins hækkar almennt um nokkra metra. Í öskju Öræfa- jökuls má greina sigketilinn sem myndaðist í kjölfar umbrota í eldstöðinni árið 2017. Mismunandi breyt- ingar á skriðjöklum Öræfajökuls á þessum tímabilum eru athyglisverðar og óvæntar í ljósi þess hve jöklarn- ir er nærri hver öðrum. Ljóst er að jöklarnir bregðast mismunandi við breytingum loftslagi á þessu tímabili en einnig getur verið að breytingar í ákomu hafi ver- ið mismunandi milli jöklanna, sem getur t.d. átt sér stað ef úrkoma sem tengist vindstreymi upp hlíðar eld- fjallsins breytist með mismunandi hætti eftir viðhorfi hlíðanna. Kvíárjökull virðist vera að lækka að ofan- verðu en þykkna á leysingarsvæðinu og ganga lítillega fram, líkt og um sé að ræða lítið framhlaup. Svip- aðar breytingar sáust þegar borin voru saman hæð- arlíkön frá 7. og 9. áratug 20. aldar í doktorsritgerð Joaquín M. C. Belart. Á styttra tímabilinu 2017–2019 má sjá að ákomusvæðið lækkar heldur en sporðarnir hækka flestir á saman tíma. Þessar breytingar ríma við sporðamælingar Snævarrs Guðmundssonar á Kvíár- jökli undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að gervihnatta- myndir verði í auknum mæli notaðar til þess að skoða sporðabreytingar milli ára, sem viðbótarfróðleikur við sporðamælingar sjálfboðaliða JÖRFÍ. Unnið hefur verið skipulega að því á Veðurstofu Íslands síðastliðin ár að hnita útlínur íslenskra jökla á mismunandi tímum og gefin hafa verið út jökla- kort af Íslandi. Í framhaldi af þessari vinnu var efnt til samstarfs með Jarðvísindastofnun Háskólans, Nátt- úrustofu Suðausturlands, Landmælingum Íslands, og fleiri aðilum um að safna saman útlínum allra jökla á Íslandi frá lokum 19. aldar. Kortin hafa verið yfirfar- in, samræmd og færð yfir á staðlað alþjóðlegt form og verða afhent í opið gagnasafn GLIMS (Global Land Ice Measurements from Space, nsidc.org/glims), fyrri hluta árs 2020. Þessi gögn hafa þýðingu í ýmsum JÖKULL No. 69, 2019 129
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.