Jökull - 01.01.2019, Síða 130
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2017 og 2017–2018
Hrafnhildur Hannesdóttir
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; hh@vedur.is
https://doi.org/10.33799/jokull2019.69.129o
YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá tæplega fimmtíu sporðamælistöðum haustið 2018. Þar af mælist hop á 33
stöðum, framgangur á fimm og fjórir sporðar breytast lítið sem ekkert. Mæling náðist ekki á nokkrum stöðum
vegna snjóskafla við jaðar eða fljótandi jaka á lóni framan við jökulinn sem torveldar mælingu með fjarlægð-
arkíki. Vesturtunga Þórisjökuls bættist við lista sporðamælistaða þegar farin var vettvangsferð í september
2018 og mælistaður staðsettur.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Á um 70% sporðamælistaða mælist hörfun, nokkrir
sporðar standa í stað, en aðrir ganga lítillega fram,
þar á meðal sporður Kvíárjökuls, um rúmlega 70 m á
einni mælilínunni. Erfitt aðgengi er að mörgum sporð-
um sökum stækkandi lóna, tilfærslu á útföllum og far-
vegum, sem og annarra landslagsbreytinga. Marg-
ir sporðamælingamenn hafa stuðst við fjarlægðarkíki
til þess að mæla fjarlægð milli sporðs og fastmerk-
is. Hafa verður í huga að í sumum tilfellum getur slík
mæling verið ónákvæm, sérstaklega ef vegalengdin er
mjög mikil og jökulsporðurinn sléttur og skítugur en
þá getur reynst erfitt að miða á jaðarinn. Þar sem jökl-
arnir ná út í lón geta orðið breytingar á stöðu sporðsins
vegna kelfingar eða vegna þess að hluti hans er á floti.
Á 1. mynd sést samanburður á hæðarlíkönum af
Öræfajökli frá árunum 2011 (leysimæling), 2017 og
2019 (Pléiades gervihnattamyndir). Sjá má að nokkr-
ir af suðurskriðjöklum Öræfajökuls hafa þykknað um
allt að 20 m á síðastliðnum áratug. Hins vegar lækk-
ar yfirborð Svínafellsjökuls, Falljökuls, Hrútárjökuls
og Fjallsjökuls um allt að 20 m. Ákomusvæði jökuls-
ins hækkar almennt um nokkra metra. Í öskju Öræfa-
jökuls má greina sigketilinn sem myndaðist í kjölfar
umbrota í eldstöðinni árið 2017. Mismunandi breyt-
ingar á skriðjöklum Öræfajökuls á þessum tímabilum
eru athyglisverðar og óvæntar í ljósi þess hve jöklarn-
ir er nærri hver öðrum. Ljóst er að jöklarnir bregðast
mismunandi við breytingum loftslagi á þessu tímabili
en einnig getur verið að breytingar í ákomu hafi ver-
ið mismunandi milli jöklanna, sem getur t.d. átt sér
stað ef úrkoma sem tengist vindstreymi upp hlíðar eld-
fjallsins breytist með mismunandi hætti eftir viðhorfi
hlíðanna. Kvíárjökull virðist vera að lækka að ofan-
verðu en þykkna á leysingarsvæðinu og ganga lítillega
fram, líkt og um sé að ræða lítið framhlaup. Svip-
aðar breytingar sáust þegar borin voru saman hæð-
arlíkön frá 7. og 9. áratug 20. aldar í doktorsritgerð
Joaquín M. C. Belart. Á styttra tímabilinu 2017–2019
má sjá að ákomusvæðið lækkar heldur en sporðarnir
hækka flestir á saman tíma. Þessar breytingar ríma við
sporðamælingar Snævarrs Guðmundssonar á Kvíár-
jökli undanfarin ár. Gera má ráð fyrir að gervihnatta-
myndir verði í auknum mæli notaðar til þess að skoða
sporðabreytingar milli ára, sem viðbótarfróðleikur við
sporðamælingar sjálfboðaliða JÖRFÍ.
Unnið hefur verið skipulega að því á Veðurstofu
Íslands síðastliðin ár að hnita útlínur íslenskra jökla
á mismunandi tímum og gefin hafa verið út jökla-
kort af Íslandi. Í framhaldi af þessari vinnu var efnt
til samstarfs með Jarðvísindastofnun Háskólans, Nátt-
úrustofu Suðausturlands, Landmælingum Íslands, og
fleiri aðilum um að safna saman útlínum allra jökla á
Íslandi frá lokum 19. aldar. Kortin hafa verið yfirfar-
in, samræmd og færð yfir á staðlað alþjóðlegt form og
verða afhent í opið gagnasafn GLIMS (Global Land
Ice Measurements from Space, nsidc.org/glims), fyrri
hluta árs 2020. Þessi gögn hafa þýðingu í ýmsum
JÖKULL No. 69, 2019 129