Jökull - 01.01.2019, Síða 134
Jöklabreytingar 2017–2018
Vatnajökull
Brókarjökull – Fært var inn að Brókarjökli og mögu-
legt að ganga meðfram sporðinum dágóðan spöl með
GPS-tæki.
Skálafellsjökull – Farið var til mælinga við Skála-
fellsjökul, en aðgengi er erfitt sökum jökullónsins og
óvissa með niðurstöður mælinga.
Heinabergsjökull – Að venju fóru nemendur við
Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til mælinga
ásamt Eyjólfi Guðmundssyni, en einnig þar er fjar-
lægð að jökli mikil yfir lónið.
Fláajökull – Mælingar við Fláajökul tókust vel, lónið
fer stækkandi.
Lambatungnajökull – Bergur Pálsson leggur til að
skilgreindur verði nýr viðmiðunarpunktur fyrir mæl-
ingar framan Lambatungnajökuls, en lónið gerir mæl-
ingamönnum erfitt um vik.
Rjúpnabrekkujökull – Farið var til mælinga heldur
seint á haustmánuðum og snjóhula yfir öllu og því
ógerlegt að áætla jökulröndina.
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2017 and 2017–2018
The Icelandic Glaciological Society received reports
on 46 measurements sites of glacier front variations
in the autumn of 2018. Glacier retreat was observed
at 33 survey sites whereas advances where reported
from 5 sites, and 4 showed no signs of change. Snow-
covered glacier margins, bad weather or floating ice-
bergs in the proglacial lakes prevented measurement
at a few sites. One new site was added to the network,
the western part of Þórisjökull.
Gljúfurárjökull séður úr hlíðum Gljúfurárdals, Blekill fyrir miðju. Jökullinn var mældur að vanda samhliða göngum í
Sveinsstaðaafrétt. Sporðurinn hörfaði um rúmlega 10 m, en rúmlega 40 m árið á undan. – Gljúfurárjökull viewed from the
slopes of the Gljúfurárdalur valley, Mt. Blekill in the centre. The position of terminus was measured as usual during the
sheep round-up of Sveinsstaðaafréttur pasture. The glacier had retreated by approximately 10 m, but over 40 m the previous
year. Ljósm./Photo: Árni Hjartarson, 8. september 2018.
JÖKULL No. 69, 2019 133