Jökull - 01.01.2019, Page 141
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson
3. Mynd/Figure 3. Jaðar Hoffellsjökuls, Múlavatn og Gjávatn árið 2002, 2010 og 2015. – The lateral margin of
Hoffellsjökull and its ice-dammed lakes Múlavatn and Gjávatn. Mynd/Figure: Lidar (Jóhannesson o.fl., 2011,
Landsat 8 (NASA).
Nú er Múlavatn eina jökulstíflaða lónið sem eftir er
við Hoffellsjökul. Gjávatn var þeirra stærst og safn-
aði til sín öllu yfirborðsvatni af >33 km2 vatnasviði
í vestanverðum Hoffellsfjöllum (Snævarr Guðmunds-
son o.fl., 2015).
Frá 2002 til 2015 hopaði Hoffellsjökull um 450 m
við Gjávatn (3. mynd). Við það að vatnið færðist suð-
ur með jökuljaðrinum lækkaði yfirborðshæð þess úr
∼100 m y.s. árið 2002 í ∼90 m y.s. árið 2010 (Loft-
myndir ehf., 2002; lidar landlíkan frá 2010). Útfall
jökulkvíslarinnar úr vatninu við Stórahnaus hliðraðist
um ∼160 m á sama tíma en hún rann samt áfram aust-
an við lága jökulnúna hæð og steyptist á sama stað og
fyrr inn undir jökuljaðarinn. Þessi farvegur varð yfir-
fall Gjávatns um nokkurt skeið eftir að tiltekinni yfir-
borðshæð var náð. Gjávatn var því ekki stíflað jökul-
vatn heldur var jafnvægi milli þess leysingarvatns sem
féll til þess og afrennslis um yfirfallið. Hélst svo fram
til þess að hljóp úr vatninu 2015.
Eftir loft- og gervitunglamyndum að dæma hef-
ur kvíslin runnið á sama stað inn undir jökuljaðarinn
í marga áratugi og þar féll hún árið 2002 og 2015,
þrátt fyrir að farvegurinn ofan við og útfall Gjávatns
hafi færst til vegna hops jökulsins, eins og fyrr seg-
ir. Á skámynd sem höfundur tók 9. september 2014,
Landsat-mynd frá 25. september 2015 og ljósmyndum
Önnu Lilju Ragnarsdóttur frá 10. október 2015 (sjá
Jökull 65, bls. 81) og Þorvarðar Árnasonar frá 2015
var mikið vatn í Gjávatni, áður en það hljóp.
140 JÖKULL No. 69, 2019