Jökull - 01.01.2019, Page 142
Breiðamerkurjökull og Hoffellsjökull 2010–2019
4. Mynd/Figure 4. Ísgljúfrið sem myndaðist við austurjaðar Hoffellsjökuls eftir 2010. – An ice canyon which
developed near the lateral margin of Hoffellsjökull after 2010. Ljósm./photo: Þorvarður Árnason, 27.06.2015.
Ísgljúfur suðvestan við Efstafellsnes
Á skyggingu lidar hæðarlíkansins af Hoffellsjökli frá
árinu 2010 (Tómas Jóhannesson o.fl., 2013) er lægð
í jöklinum sunnan við Stórahnaus við Efstafellsnes í
Hoffellsfjöllum (3. mynd). Það ár var áberandi ketill
við nesið og sést í botninn. Jökullinn ofan við ketil-
inn var vart þykkari en 40 m og í botninum farvegur
árkvíslarinnar frá Gjávatni, sem hafði verið þar um
árabil. Tunga úr jöklinum liggur upp að Stórahnaus
og norðan við hana hverfur áin frá Gjávatni. Þess má
geta að heimamenn hafa séð til jökulárinnar í þessum
farvegi eða heyrt í henni á síðustu árum (Sveinn R.
Ragnarsson, munnl. heimild 18.07.2019) en lengst af
á síðustu öld var jökullinn þarna svo þykkur að hvorki
sást né heyrðist til vatnsrennslis.
Ketillinn við Stórahnaus breyttist næstu árin og
var orðinn að ∼80–120 m breiðu og 0,7 km löngu ís-
gljúfri sumarið 2015 (4. mynd). Líklegast gaf ísþak-
ið sig smám saman, opnaðist og göngin umbreyttust
í gil. Það sést í það á Landsat-myndum frá 27. ágúst
2013 og 6. september 2014 og á mynd ESRI frá sama
ári er mikið af ísbrotum í gljúfrinu. Lítill vafi leikur á
að áin hafi verið að verki. Á Landsat-mynd frá 4. maí
2015, sést að göngin lokast tæpan 1,5 km frá útfalli
árinnar við Gjávatn. Á Landsat myndum frá 7. júlí og
25. september 2015 sjást jakabrot í jaðri farvegarins.
Þessi atburðarás er ótengd jökulhlaupinu sjálfu en
er fyrsti þáttur í hröðum breytingum á árunum 2015–
2018, sem höfðu reyndar mun lengri aðdraganda, því
að áin hefur lengi runnið þarna meðfram eða inni í
jöklinum.
JÖKULL No. 69, 2019 141