Jökull - 01.01.2019, Page 150
Jöklarannsóknafélag Íslands
Hópurinn sem fór í septemberferð í Jökulheima. – Participants of the Jökulheimar trip in September. Ljós-
mynd/Photo. Hrafnhildur Hannesdóttir.
afkomuholur uppi í öskjunni. Jafnframt var sett upp
veðurstöð á söðlinum milli Sólheima- og Kötlujökla.
Stöðin var sótt um haustið og mældar stikur í öskj-
unni. Ekki var unnt að fara norður á Sléttjökul nú eins
og í fyrra og því náðust ekki mælingar frá þeim hluta
jökulsins.
2. Vorferð 1.–9. júní. Vorferðin var að hluta tví-
skipt. Annarsvegar var hefðbundin ferð en hinsvegar
var umfangsmikill leiðangur á Öræfajökul til að kanna
þar afkomu, íssjármæla sigketilinn í miðju öskjunnar,
mæla þykkt árlags með snjóratsjá og gera viðnáms-
mælingar með TEM tækjum. Því verki stýrðu sér-
fræðingar Ísor. Auk hefðbundinna verkefna var vitj-
að um sigkatla í Bárðarbungu og afkoma mæld á all-
mörgum stöðum. Meðal annars voru gerðar gasmæl-
ingar í Bárðarbungu þar sem mælitækjum var slakað
niður þverhníptan ísvegg ofan í annan ketilinn sunnan
í Bungunni. Vorferðin gekk vel enda veður með ein-
dæmum gott.
3. Sporðamælingar. Mælingar voru nú með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Bergur Einarsson og Tómas
Jóhannesson gengu á árinu frá minnisblaði um notk-
un GPS handtækja við mælingar og er það nú kom-
ið í hendur sporðamælingafólks. Jöklar hopa hratt,
eins og verið hefur undanfarin aldarfjórðung. Þetta
hop jöklanna er eitt skýrasta merkið um þær loftslags-
breytingar sem nú eiga sér stað.
FUNDIR
Eftir hefðbundin störf aðalfundar í febrúar horfðum
við á nokkrar stuttar kvikmyndir eftir Árna Stefánsson
frá árunum kringum 1950, myndir Árna Kjartansson-
ar úr vorferðinni 1955, mynd Sörens Sörenssonar um
ferð yfir Hófsvað á Tungnaá í Veiðivötn upp úr 1950
og í lokin var stuttmynd Kötlu Sigríðar Magnúsdótt-
ur úr vorferðinni 2017. Á vorfundi 17. apríl voru tvö
erindi. Í því fyrra fjallaði Ólafur Ingólfsson um jök-
ulinn sem lá yfir Íslandi á síðasta jökulskeiði en eftir
hlé sagði Hallgrímur Magnússon frá mikilli skíðaferð
nokkurra félaga um fjöll og jökla Austur-Grænlands.
Á haustfundinum 6. nóvember fjölluðu Kristín Jóns-
dóttir og Halldór Geirsson um þá ókyrrð í Öræfajökli
sem hófst árið 2017 og eftir hlé var sýnd kvikmynd
sem Katla Sigríður hefur gert um vorferðina 2018.
Aðalfundinn sóttu 45–50 manns, á vorfundi voru 65
JÖKULL No. 69, 2019 149