Jökull - 01.01.2020, Síða 71
Einarsson and Jakobsson
Figure 7. Section of a seismogram from the seismograph at Skinnastaður in N-Iceland on September 4 1984,
showing precursory activity and the beginning of the last eruption of the Krafla rifting episode 1975–1984. The
earthquake near the top of the seismogram was a magnitude 2.9 (M) event in the Tjörnes Fracture Zone in
Fljót, unrelated to the eruption. At this station high-frequency tremor mixed with earthquakes is seen at 22:50.
The beginning of the eruption at 23:49 is not accompanied by a significant seismic event. The eruption was
accompanied by low-frequency tremor, but very few earthquakes. – Hluti af skjálftariti frá mælinum á Skinna-
stað í Öxarfirði 4. september 1984, sem sýnir aðdraganda eldgossins í Gjástykki, síðasta og stærsta gossins
í Kröflueldum 1975–1984. Á ritinu sést jarðskjálfti að stærð 2.9 (M) sem átti upptök í Fljótum og er gosinu
óviðkomandi. Hátíðniórói blandaður smáskjálftum sést kl. 22:50. Gosið byrjaði kl. 23:49 en engin sérstök
jarðskjálftavirkni virðist fylgja gosbyrjuninni. Hátíðnióróinn hættir og við tekur lágtíðniórói, gosórói.
ÁGRIP
Saga skjálftamælinga á Íslandi nær allt aftur til árs-
ins 1909. Þá var settur upp skjálftamælir í húsi Stýri-
mannaskólans við Öldugötu í Reykjavík (1. mynd).
Staðarvalið réðst líklega af því að þar var nákvæmasta
klukka landsins, sem skipstjórnarmenn í Reykjavík-
urhöfn stilltu klukkur sínar eftir. Mælirinn var ekki
sérlega næmur og skráði einungis einn þátt hreyfingar
jarðarinnar, í N-S stefnu. Öðrum sams konar mæli
var bætt við 1913 og skráði hann A-V þátt hreyf-
ingarinnar. Rekstur mælanna gekk nokkuð skrykkj-
ótt, og lagðist alveg af á tímum fyrri heimsstyrjaldar-
innar. Reglulegar skjálftamælingar hófust síðan aft-
ur 1925 á vegum hinnar nýstofnuðu Veðurstofu Ís-
lands að frumkvæði Þorkels Þorkelssonar, fyrsta Veð-
urstofustjórans. Aðeins stærstu skjálftar komu fram
á þessum fremur frumstæðu mælum. Framfarir urðu
1951 þegar næmari mælar voru settir upp í Reykja-
vík og gömlu mælarnir færðir til Akureyrar og Vík-
ur. Eftir þetta fjölgar mælum hægt næstu tvo ára-
tugi. Mikil fjölgun varð á áttunda áratugnum í kjöl-
far tækniframfara. Þá var hannaður skjálftamælir á
Raunvísindastofnun sem hentaði til mælinga víða um
land og í umsjá heimamanna (myndir 2–4). Fjöldi
slíkra mæla var smíðaður og um 1980–1985 voru
skjálftamælistöðvar á landinu orðnar um og yfir 40
(5. mynd, tafla 1). Þessir mælar skrifuðu gögn sín á
síritatromlur, með penna á pappír, eitt skjálftarit á sól-
arhring. Framfarir í tölvutækni leiddu af sér nýja kyn-
slóð mæla sem skráðu stafræn gögn sem hægt er að
vinna úr að talsverðu leyti í tölvu. Uppbygging staf-
ræns skjálftamælakerfis hófst um 1990 og leysti smám
saman gömlu papírsskrifarana af hólmi. Síðasti papp-
írsskrifarinn var tekin úr notkun 2010. Skjálftarita-
safnið sem varð til á tímabilinu 1909–2010 er þýðing-
armikil frumheimild um skjálftavirkni í landinu í heila
öld og ómetanlegt við rannsóknir á skjálftavirkni, eld-
virkni og innri gerð jarðarinnar. Jarðskjálftafræðing-
68 JÖKULL No. 70, 2020