Jökull


Jökull - 01.01.2020, Page 85

Jökull - 01.01.2020, Page 85
Guðmundsson and Björnsson ∼100 m lower in elevation. Since the turn of the 21st century, both outlets have retreated considerably, at a varying rate. A recent thickening of their snouts was noted in 2015–2017 (Belart, pers. comm. 2019). From 1880 to 2011, Kvískerjajöklar lost 37% of their area. The average annual specific mass loss was -0.4 m a−1 w.e., almost two times higher than for the neighbouring Kotárjökull, which lies 200 m higher on the slopes of Öræfajökull, and 2/3 of the specific loss of Breiðamerkurjökull, of 0,58 km3 a−1 w.e. in the pe- riod 1890–2010 or -0,64 m a−1, which extends down to sea level (Guðmundsson et al., 2012, 2017). Acknowledgements We gratefully acknowledge many fruitful discus- sions with the Kvísker brothers, Flosi, Sigurður, Helgi and Hálfdán Björnsson. We gratefully thank Tómas Jóhannesson for advice on the study and David Evans for useful comments. The study was partly financed by the Kvísker Fund and Friends of Vatnajökull Asso- ciation (www.friendsofvatnajokull.is). Ágrip Lítið hefur verið tekið saman um breytingar á jökl- unum í hlíðum Öræfajökuls ofan við bæinn Kvísker. Í þessari grein, þar sem þeir eru nefndir Nyrðri- og Syðri-Kvískerjajöklar, rekjum við hvernig jökultung- urnar hafa breyst, auk þess að áætla flatarmáls- og rúmmálsbreytingar frá hámarksstöðu á litlu ísöld til 2011. Af nokkrum rituðum heimildum má álykta að þessir jöklar hafi þegar verið búnir að ná hámarks- stærð á 18. öld. Þar er stuðst við lýsingar í skrif- um Sveins Pálssonar, náttúrufræðings, en einnig legu fremstu jökulgarða. Sveinn Pálsson gekk á Öræfajökul við þriðja mann í ágúst 1794 og lýsir jökulgarði utan á hól sem jökullinn hafði þá hopað örfáa faðma frá (Sveinn Páls- son, 1945; Flosi Björnsson, 1957). Garður þessi er í um 750 m hæð vestan í Sveinshöfða og mætti kalla „jökulgarð Sveins“. Sveinn segir einnig í dagbók sinni að gilið vestan við Kvísker nái upp að jöklinum. Til þess að svo megi vera þurfti jökullinn að fylla Rótar- fjallsgljúfur og ná yfir syðri brún þess því annars hefði Sveinn ekki séð til hans frá láglendi. Á brún gljúf- ursins í um 550 m hæð eru jökulgarðar og grunnir vatnsfarvegir sem geta stutt athugasemd Sveins. Má ætla að jökullinn hafi hvílt nokkuð tíma á brúninni en jafnframt gengið þar fram og aftur nokkrum sinn- um. Fjalllendið ofan Kvískerja er giljótt og til þess að komast að jöklinum ráða gljúfrin leiðarvali. Sveinn Pálsson minnist hins vegar hvorki á gljúfur eða hindr- anir á leið hans á Öræfajökul 1794. Það gæti bent til þess að Rótarfjallsgljúfur hefi verið undir ís og því ekki sú hindrun og það varð eftir að jökull hvarf úr því. Ystu jökulgarðar við Múlagljúfur eru í 360–380 m hæð y.s. Venjulega eru íslenskir jöklar sagðir hafa náð há- marksstærð um 1890. Á það almennt við um stærstu jöklana en ýmislegt bendir til að brattir jöklar hafi náð hámarksstöðu fyrr. Nefna má frásagnir um að Hrútárjökull hafi verið stærri um 1830–1840 en síðar á 19. öld, en þeim fróðleik héldu bræðurnir á Kvískerj- um til haga og birtu m.a. í Jökli. Þó að lýsingar á legu Kvískerjajökla á 19. öld séu fáar má ætla að jök- ultungurnar hafa verið af svipaðri stærð fram á síð- ustu áratugi hennar og náð niður í Rótarfjallsgljúfur og Múlagljúfur. Af lýsingu enska trúboðans Ebeneser Henderson, sem fór um Öræfasveit árið 1815, er ljóst að þá lá ísinn í gljúfrunum. Þorvaldur Thoroddsen (1894) segir mjallhvíta, mjóa jökultungu ná í botn Múlagljúfurs. Talsverðar breytingar urðu á syðri tung- unni nálægt 1900 og samkvæmt Flosa Björnssyni (1957) geta honum eldri menn þess að jökullinn hafi enn verið við brún Rótarfjallsgljúfurs um 1870–1880 en ekki náð að fremstu jökulöldunni. Jökullinn mun hafa eyðst hratt nálægt aldamótunum 1900 en hopað alveg úr gljúfrinu um 1930. Jökultotan í Múlagljúfri tók einnig að eyðast upp úr 1930 og hvarf þaðan á fá- um árum. Kort danska herforingjaráðsins af Öræfajökli frá árinu 1904 sýnir Múlagljúfur en ekki Rótarfjallsgljúf- ur. Þar verður ekki annað séð en að sléttur jökull hafi náð niður í ∼500 m hæð. Landmælingamennirnir fóru hins vegar ekki um Kvískerjafjöllin, heldur drógu þeir landslagið upp eftir bestu ágiskun. Það gerðist víð- ar meðan landmælingarnar fóru fram (Ágúst Böðv- arsson, munnleg heimild, árið 1994). Flosi Björns- son (1998) segir jökulinn hafa teygt sig niður í botn Múlagljúfurs á fyrstu áratugum 20. aldar. Ljósmynd- ir í safni Kvískerjasystkina frá um 1930 og frá Graf Zeppelin loftfarinu (31. júlí 1930) sýna að á þeim tíma 82 JÖKULL No. 70, 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.