Jökull


Jökull - 01.01.2020, Síða 102

Jökull - 01.01.2020, Síða 102
Að fóstra jökul Þegar jöklar hörfa breytast aðstæður við sporð- inn og á mörgum stöðum hafa myndast lón þvert á mælisnið. Um 1960 tók að myndast lón við Breiða- merkurjökul, miðja vegu milli Jökulsárlóns og Breið- árlóns, við Nýgræðukvíslar. Frá því rann kvísl austur í Jökulsárlón en lón þetta hvarf nokkrum árum síð- ar. Flosi Björnsson (1906–1993) á Kvískerjum, sem sinnti jöklamælingum þarna, hafði nokkru áður flutt merkjaröðina vestur fyrir lónið (15. mynd). Þetta var ekki eina skiptið sem hliðra varð merkjaröðinni vegna lóna við jökuljaðarinn. Bræðurnir á Kvískerj- um færðu mælilínuna með því að setja niður ný merki hornrétt frá vörðum og byrja á annarri línu án þess að tapa samfellu fyrri mælinga. Austan Jökulsárlóns tókst nokkuð vel að halda merkjaröðinni fram til um 1959 en eftir að lón tóku að myndast við jökuljaðar- inn varð að hliðra merkjunum til austurs. Að lokum varð sjálfhætt á þessari línu vegna Stemmulóns og tek- in upp mælilína nær Fellsfjalli (15. mynd). Í seinni tíð hafa GPS-staðsetningatæki tekið við af málbandinu og hefur það gefist vel. Aðstæður við marga jökulsporða þróast nú á svipaðan hátt. Jöklarnir hörfa í hlýnandi loftslagi og sporðlón myndast í dæld- um sem þeir hafa sorfið í undirlag sitt. Slík lón tor- velda aðgengi að sporðinum og geta hindrað mæling- ar. Á undanförnum árum hefur verið brugðist við með að nota fjarlægðarkíki til þess að mæla vegalengd að jökuljaðrinum, eftir ákveðinni stefnu frá föstu merki framan við lónið. Unnt er að mæla breytingar á jökl- inum með fjarkönnun svo sem gervihnattamyndum og loftmyndum sem er allgóð aðferð, ekki síst ef mæl- ingar með GPS-tæki eru torveldar. Fjarkönnun er þó ekki í öllum tilfellum eins nákvæm og mæling á stöðu sporðsins á vettvangi. Vandamál tengd sporðamælingum við jökul sem gengur út í lón eru ekki ný af nálinni. Ragnar Stefáns- son í Skaftafelli lýsir mælingu á Morsárjökli árið 1960 svo: „Við merkið hjá Merkifelli hefur nú myndazt all- stórt lón, svo þar eru ekki tiltök að mæla. Telja má, að lón hafi myndazt nær óslitið meðfram öllum jöklinum, austan frá Skorum og vestur undir Miðfell. Aðeins á einum stað er allhár malarhryggur, sem skiptir lóninu í sundur. Þar setti ég nýtt merki, 50 m frá jökli. Við miðmerkið reyndi ég að koma á mælingu, með því að ég óð yfir meiripart af lóninu og kastaði síðan streng yfir skoru við jökulskörina, sem ekki var væð.“ 13. mynd. Mælingamenn að störfum. – a) Sporðamæling Gígjökuls, Ármann Ingi Sigurðsson (t.v.) og Sveinn Svavarsson (t.h.) við mælitækið. Ljósmynd: Páll Bjarnason, 27. nóvember 2009. b) Bragi Skúlason við eina af sporðamælingavörðunum norðan Sátujökuls. Ljósmynd: Valgeir Steinn Kárason, 22. september 2011. c) Sporðamæling Bægisárjökuls upp á gamla mátann, spotti festur í vörðuna. Framhaldsskólakennarar við MA aðstoða við mælinguna. Ljósmynd: Jónas Helgason, 1. september 2010. d) Jónas Helgason hvílir sig við vörðu framan við Hálsjökul í Svarfaðardal. Ljósmynd: Þórir Haraldsson, 11. september 1990. e) Mælistika nr. 160 við einn af hinum stórgerðu jökulgörðum Skálafellsjökul, Sigfinnur Snorrason við sporðamælingu. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson, 10. október 1992. f) Sporðamæling Búrfellsjökuls á Tröllaskaga í hópi góðra samferðamanna. Ljósmynd: Sveinn Brynjólfsson, 17. september, 2017. g) Hagafellsjökull eystri mældur, Jó- hanna Katrín Þórhallsdóttir tilbúin í jöklagöngu. Ljósmynd: Einar Ragnar Sigurðsson, 8. október, 2007. h) Jón Baldursson og Auður Sif Jónsdóttir mæla fjarlægð að Króksjökli með spotta. Ljósmynd: Kristjana Eyþórsdótt- ir, 20. ágúst 2003. – In the field. – a) Terminus measurements of Gígjökull (N-Eyjafjallajökull). Photograph: Páll Bjarnason, November 27, 2008. b) Measurement cairn north of Sátujökull (N-Hofsjökull). Photograph: Valgeir Steinn Kárason, September 22, 2011. c) Measuring Bægisárjökull on Tröllaskagi. Photograph: Jónas Helgason, September 1, 2010. d) Jónas Helgason resting by the cairn in front of Hálsjökull in Svarfaðardal- ur (N-Iceland). Photograph: Þórir Haraldsson, September 11, 1990. e) A glacier sign by one of the coarse moraines of Skálafellsjökull (S-Vatnajökull). Photograph: Oddur Sigurðsson, October 10, 1992. f) A group measuring the termini of Búrfellsjökull on Tröllaskagi. Photograph: Sveinn Brynjólfsson, September 17, 2017. g) Terminus measurements of Hagafellsjökull eystri (S-Langjökull). Photograph: Einar Ragnar Sigurðsson, October 8, 2007. h) Measuring the terminus of Króksjökull (E-Langjökull) the old way, by tying a piece of string to the reference point. Photograph: Kristjana Eyþórsdóttir, August 20, 2003. JÖKULL No. 70, 2020 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.