Jökull


Jökull - 01.01.2020, Page 114

Jökull - 01.01.2020, Page 114
Society report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2018 og 2018–2019 Hrafnhildur Hannesdóttir Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; hh@vedur.is https://doi.org/10.33799/jokull2020.70.111o YFIRLIT — Alls hafa borist upplýsingar frá tæplega 50 sporðamælingastöðum sem vitjað var um á haust- mánuðum 2019. Flestir jökulsporðar hopa, en í nokkrum tilvikum gefa mælingar með fjarlægðarkíki og sam- anburður á gervitunglamyndum vísbendingar um að jöklar séu að ganga lítillega fram. Margir mælingamenn taka eftir því að sporðarnir eru að þynnast. Haustið 2019 var mjög hentugt til sporðamælinga eftir hlýtt sumar, þar sem snjó hafði víða tekið upp og jökuljaðrar greinilegir. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Á um 80% sporðamælistaða mælist hörfun, nokkrir sporðar standa í stað, en aðrir ganga lítillega fram, þeir eru hluti Kvíárjökuls, Skeiðarárjökuls, Heinabergs- jökuls og Morsárjökuls. Þessir jöklar ganga allir út í lón. Mæling þeirra er þeim vandkvæðum bundin að erfitt getur verið að nota fjarlægðarkíkinn til þess að mæla stöðu sporðsins, vegna vegalengdar yfir lónin. Mesta hop mældist við Eystri-Hagafellsjökul og Síðu- jökul eða um 150 m á hvorum stað. Haustið 2019 var hentugt til jökulsporðamælinga sem og til þess að rekja útlínur jöklanna með fjarkönn- unargögnum, eftir snjóléttan vetur og talsverðar sum- arleysingar. Jökuljaðrar voru víða mjög greinilegir, til dæmis við sporð Deildardalsjökuls á Tröllaskaga, en þar er sporðurinn meira að segja orðinn urðarlaus samkvæmt athugunum Skafta Brynjólfssonar. Mæl- ing náðist á nokkrum stöðum þar sem ekki hefur verið hægt að fara á hverju ári, til að mynda við Jökulkrók og Rjúpnabrekkujökul sem stundum hefur reynst erfitt að mæla vegna þess hversu snemma snjóað hefur að hausti. Sporður Skeiðarárjökuls er mældur á nokkrum stöðum og er mælt með fjarlægðarkíki yfir stór sporð- lónin. Jökulsporðurinn er svartur, jakar fljótandi ná- lægt brún jökulsins, auk þess sem dauðís losnar frá jöklinum á mörgum stöðum við jaðarinn. Því er ekki alltaf augljóst hvert skal miða til að ná mælingu. Ljóst er samkvæmt athugunum Ragnars Franks Kristjáns- sonar að Skeiðarárjökull hefur lækkað töluvert frá síð- ustu mælingu. Í skýrslunni segir að þegar horft er frá þjóðvegi á Skeiðarársandi til norðurs sést meira af Háubungu, Þórðarhyrnu og Geirvörtum en áður sök- um þess að jökullinn er að þynnast. Sem fyrr reynist erfitt að mæla jaðar Heinabergs- jökuls þar sem hann gengur út í lónið. Nemendur og kennarar við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu nutu að þessu sinni aðstoðar Snævarrs Guðmundsson- ar á Náttúrustofu Suðausturlands. Horfið var frá hefð- bundnum þríhyrningamælingum og notuðu þau gervi- tunglamyndir til þess að meta breytingu á stöðu jök- ulsins. Þeirri aðferð er nú beitt til þess að skoða breyt- ingar á Kvíárjökli, Hrútárjökli, Fjallsjökli og Breiða- merkurjökli og gefur góða raun. Næstu skref fela í sér að skoða kerfisbundið fjarkönnunargögn fyrir þá sporða sem ganga út í lón og hnita útlínur jökuljaðars- ins til þess að meta með meiri nákvæmni hver breyt- ingin er. Hins vegar er vert að taka fram að jökul- sporður sem kelfir í lón er óstöðugur í eðli sínu. Mælilína þeirra Ingu Kaldal og Skúla Víkingsson- ar við Sléttjökul var í haust innikróuð af Innri-Emstruá og svokallaðri „Smáfjallakvísl“. JÖKULL No. 70, 2020 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.