Jökull


Jökull - 01.01.2020, Page 116

Jökull - 01.01.2020, Page 116
Jöklabreytingar 2018–2019 Gervitunglamyndir frá 14. september 2018 og 9. september 2019 sem sýna breytingar á sporði Entujökuls. Mynd: Senintel-2/Copernicus. – Satellite images from September 14th 2018 and September 9th 2019 showing how Entujökull outlet glacier has advanced. Hægt er að bera myndirnar saman á eftirfarandi slóð: – See also: http://brunnur.vedur.is/pub/tj/tmp/framgangur/entujokull/2019/kort/Slidermap/ Mikil umfjöllun hefur verið um jöklabreyting- ar að undanförnu og er það ekki síst vegna mikill- ar athygli sem minningarathöfn um Okjökul vakti sumarið 2019. Fjöldinn allur af erlendum og inn- lendum fjölmiðlamönnum, listamönnum, rithöfund- um og fleirum hefur lagt leið sína á Veðurstof- una til þess að ræða við gamla og nýja umsjónar- menn sporðamælinga um jökla- og loftslagsbreyting- ar. Áframhaldandi samstarf verður milli jöklahóps Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskól- ans, Landsvirkjunar, Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs, um miðlun upplýsinga um jöklabreytingar á Íslandi, með stuðningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að gefa út árlegt fréttabréf um íslenska jökla sem hægt er að nálgast á eftirfarandi slóð: http://www.vedur.is/gogn/joklar/utgafa/frettabref/ Mikilvægt er að halda til haga á miðlægum stað nið- urstöðum jöklarannsókna og það auðveldar þeim sem leita svara við spurningum um viðbrögð jöklanna við hlýnandi loftslagi að nálgast upplýsingar bæði á ís- lensku og ensku. Snæfellsjökull Hyrningsjökull og Jökulháls – Enn er notast við mál- band til þess að mæla breytingar á sporði Hyrnings- jökuls. Vegna þess að ís í jökulruðningum er að bráðna hefur hann lækkað og það gæti skekkt mæling- una. Jökultungan hefur þynnst og mjókkað. Á Jökul- hálsi voru jaðarinn og jöklamerkin á kafi í snjó, þrátt fyrir hlýtt sumar. Drangajökull Kaldalónsjökull – Erfitt var um vik að mæla þetta haustið. Jökultungan hefur öll rýrnað og Kaldalóns- jökull sjálfur líka. Stórt svæði austan/ofan jökulþýfis er orðið autt. Mikill dauðís er áfastur jökuljaðrinum sem ekki er hættandi að fara út á samkvæmt Viðari Má Matthíassyni. Reykjarfjarðarjökull hopaði um 42 m sem er það mesta sem Þröstur Jóhannsson hefur mælt. Sporður- inn er nú að nálgast sama stað og hann var fyrir 18 árum áður en framhlaup hófst. Leirufjarðarjökull hopaði um 100 m milli ára. Ásgeir Sólbergsson tekur fram að undanfarnir vetur hafi ver- ið mjög snjóléttir, fáir skaflar í fjöllunum í Leirufirði síðla sumars. Norðurlandsjöklar Bægisárjökull – Karl Stefánsson er tekinn við sporða- mælingunum. Við þökkum við Jónasi Helgasyni vel unnin störf. Haustið 2019 var gengið með GPS-tæki meðfram sporðinum. Bera þarf þær mælingar saman við staðsetningu viðmiðunarpunktanna framan jökuls. Tungnahryggsjökull heldur áfram að hopa nokkra metra milli ára. JÖKULL No. 70, 2020 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.