Jökull


Jökull - 01.01.2020, Side 126

Jökull - 01.01.2020, Side 126
Jökulsá á Breiðamerkursandi legt er að draga ályktanir um eldri farvegi, frá 18. öld eða fyrr. Það er eins líklegt að setframburður árinn- ar og annarra kvísla sem runnu frá jökuljaðrinum hafi fyllt eldri farvegi á meðan jökullinn gekk fram eða lá fram á fremstu öldur. Farvegir árinnar sem nú eru sýnilegastir hafa myndast á 19. öld eða síðar. Fyrst á korti úr strand- mælingunum (síðari) á árunum 1800–1818 eru nægi- lega nákvæmar lýsingar til að álykta hvar áin rann um 1813 (Frisak 1813; Haraldur Sigurðsson 1978). Út frá yngri kortum og ritlýsingum Flosa Björnssonar (1993) og annarra höfunda, hafa farvegirnir verið kortlagð- ir. Kortið sem er kynnt hér (3. mynd) sýnir þekkta farvegi sem mynduðust á meðan Breiðamerkurjökull gekk fram á 19. öld, og eftir að hann tók að hopa á fyrstu áratugum 20. aldar og áin settist í fastan farveg. Bent skal á að strandrof hefur eytt fremsta hluta far- veganna. Farvegirnir eru ýmist markaðir eftir bökkum eða metnir sem misbreiðar ræmur frá jökulgörðum að sjó. Því gögn leyfa oft ekki að ákvarða nákvæmlega einstaka farvegi heldur aðeins á hvaða svæði áin rann um á tilteknum tímum. Sumir farveganna hafa einnig horfið í seinni tíma framburðarset, frá Jökulsá sjálfri eða smærri kvíslum, þ. á m. farvegurinn frá 1813. Á 3. mynd eru tveir grænir punktar. Sá sem er vestan við Jökulsá sýnir hvar gamla sæluhúsið, sem nefnt var Nýgræðnahúsið, stóð á Breiðamerkursandi, frá 1926 til 1970. Sá sem er austan við Jökulsá er stað- setning slysavarnaskýlis (sæluhús) sem stóð á eystri bakkanum frá 1948 fram yfir 1980 (Sigríður G. Björg- vinsdóttir 2019). Ástæðan fyrir því að punktarnir eru settir þarna er sú að Flosi Björnsson (1993) vitnar stundum til þessara skýla þegar hann vísar til hvar áin rann. Þeir eru því hugsaðir sem viðmið. Tilfærslur Jökulsár og farvegir 1813 – Á árunum 1801–1818 fóru fram strandmæl- ingar á vegum dönsku stjórnarinnar (rentukammer), til að fá sem réttustu mynd af Íslandsströndum, með sjókort í huga. Á árunum 1812–1813 fóru mælingar fram á Suðausturlandi. Þegar kort rentukammersins er lagt yfir nákvæmt LiDAR-landlíkan kemur í ljós að á þessum tíma rann Jökulsá á að giska 1,5 km vestan við núverandi farveg (Frisak 1813; Haraldur Sigurðs- son 1978). 1815 – Trúboðinn Ebenezer Henderson (1784– 1858) reið Jökulsá, þann 8. september þetta ár var Jök- ulsá horfin úr venjubundnum farvegi, en hafði þó ver- ið þar átta dögum fyrr (Henderson 1957). Áin rann í mörgum álum, rúman mílufjórðung vestar (∼0,4 km). Ef venjubundinn farvegur var nálægt þeim sem Jök- ulsá rann í tveim árum fyrr mun hún hafa flutt sig á svipaðar slóðir og árið 1892. 1839 – Þegar Björn Gunnlaugsson (1844) mældi Breiðamerkursand árið 1839 rann áin á svipuðum stað og 1813 eða lítillega austar. Á korti Björns er strand- lengjan og landið við Breiðamerkursand byggt á korti rentukammersins en öðrum árkvíslum, þjóðleiðinni, bæjum og örnefnum bætt við. Flosi (1993) hefur orð á að áin hafi legið vel við mælingum Björns Gunnlaugs- sonar en getur hins vegar ekki um kort rentukammers- ins. Má telja Jökulsá annað hvort hafa runnið á svipuðum stað árið 1839 og 1813 eða, sem líklegra er, að Björn hafi stuðst við upplýsingarnar á korti rentukammersins. 1860 – Flosi (1993) segir: „ ...eða um 1860 mun Jökulsá hafa runnið á aurunum milli núverandi far- vegs hennar og Stemmufarvegs, þó víst ekki lengi“. 1869 – „Í sömu mund breytti Jökulsá á Breiða- merkursandi farvegi sínum, og flutti sig austur fyrir þennan jökultanga, og samlagaði sig svonefndri Veð- urá“, (Norðanfari 1870). 1871–1873 og 1874–∼1890 – Um þessi ár seg- ir Flosi (1993): „Jökulsá er sögð hafa fallið í tveim stórum álum en allskammt á milli þeirra. Mun hún á næstu árum eða jafnvel fram að 1890 hafa flæmst nokkuð öðru hverju um svæðið frá aurunum, spöl- korn austan við núverandi skýli slysavarnafélagsins og nokkuð vestur fyrir núverandi Jökulsárfarveg.“ 1891 – Aðalvatnsmagn Jökulsár á svipuðum stað og nú en í mörgum álum. Einnig voru minni kvíslar í farvegum nokkru vestar (Flosi Björnsson 1993). 1892 – Þetta ár féll Jökulsá í vestri farveginum en færði sig síðan aftur austar, þar sem hluti hennar rann á sama tíma (Flosi Björnsson 1993). Þessi farvegur er á svipuðum slóðum og áin rann um 1813, um einn til 1,5 km vestan við núverandi farveg. Flutti sig síðan aftur austur þar sem hún var þegar Þorvaldur Thorodd- sen kom 1894. 1894 – Þegar Þorvaldur Thoroddsen (1959) fór JÖKULL No. 70, 2020 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.