Jökull


Jökull - 01.01.2020, Síða 148

Jökull - 01.01.2020, Síða 148
Society report Synt yfir Jökulsá á Fjöllum Kristján Sæmundsson Íslenskum Orkurannsóknum, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík, Iceland Kristjan.Saemundsson@isor.is https://doi.org/10.33799/jokull2020.70.145 Svo bar við sem oftar að ég tók fram „Ódáðahraun“ Ólafs Jónssonar í grúski mínu. Þar kom í hendur mér úrklippa úr jólablaði Þjóðviljans frá 1948 með frá- sögn: „Sundriðið yfir Jökulsá á Fjöllum“. Það gerði slompaður prestur á gamals aldri í nóvember 1889 á ferjustaðnum vestur af Grímsstöðum á Fjöllum sem nú eru, en þá 7 km innar (voru fluttir um árið 1900). Ég minntist þess þá að hafa lesið frásögn um tvo Breta sem gerðu betur og syntu yfir Jökulsá inn á móts við Möðrudal á Efra-Fjalli. Það var í maí 1933, og er frá- sögnin í bók eftir annan þeirra, David Haig-Thomas: „I leap before I look“. Bókarheitið á vel við efnið. Það sést af sumum öðrum „hlaupum“ höfundar. Haig- Thomas var fæddur 1908, gerðist fuglafræðingur, féll í innrásinni í Normandie 1944. Fuglarannsóknir hans beindust að Norður-Kanada, einkum Ellesmere-eyju og Norðvestur-Grænlandi. Til Íslands kom hann með breskum togara til Reykjavíkur og fór síðan sjóleið- is til Akureyrar. Þar hitti bókarhöfundur óvænt landa sinn, Edward Byrd, á hóteli. Sá var þar staddur til að komast á gæsaslóðir, langt inn á öræfum þar sem heit- ir Lindá. Þar var sagt, að gæsir verptu hópum saman við smáá sem svo heitir. Sumir töldu vera margæs- ir, aðrir grágæsir, en líklegast væru þetta heiðagæsir („bleikfætlur“ sem Bretar kalla), en þær höfðu raun- ar fundist tveim árum fyrr í öðrum dal segir í bókinni (þ.e. vestur við Skjálfandafljót). Í bókinni er farið á hundavaði yfir Íslandsferð- ina, en þó greint frá leið og ferðamáta sem og helstu gisti- og dvalarstöðum. Örnefni eru fáein nefnd, sum skringilega afbökuð (Heydribrud og Jugoslav fyrir Herðubreið og Jökulsá, en Grafarlönd sluppu með Graviland). Frá Akureyri var landferðin undirbúin og síðan haldið ríðandi austur á bóginn, fyrst að Mý- vatni og þaðan eftir skamma viðdvöl austur og inn að Möðrudal. Þangað var tveggja daga ferðalag. Jökulsá var þá enn óbrúuð á móts við Grímsstaði (það var gert 1947), en lögferja var þar á henni. Bóndinn sem fylgdi þeim austur að ánni ferjaði þá yfir á gömlum trébát, en hestarnir voru reknir í ána og syntu. Hann reri svo á eftir þeim og hottaði á þá uns yfir kom. Áfangastað- urinn, Möðrudalur, er ekki nefndur né heldur nokkur heimilismanna, en ljóst er af samhenginu að þangað fóru þeir. Þá var þar torfbær. Steinsteypuhús er sagt í byggingu í bók Halldórs Stefánssonar um Möðrudal sem út kom 1943. JÖKULL No. 70, 2020 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.