Jökull


Jökull - 01.01.2020, Side 151

Jökull - 01.01.2020, Side 151
argæslu og hjálparstörf, ekki síst að setja upp og reka flóttamannabúðir á átaka- og hamfarasvæðum. Þessi störf voru unnin á vegum Rauða krossins og Samein- uðu Þjóðanna og sinnti hann þeim þar til hann fór á eftirlaun, sjötugur að aldri. Maggi var einn af stofnendum Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri 1951. Eftir að hann flutti suð- ur tók hann alla tíð þátt í starfi Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík þar sem hann var lengi í stjórn. Á sviði björgunarmála var hann mikilvægur brautryðj- andi, m.a. varðandi snjóflóðamál. Einnig var Maggi brautryðjandi í vetrarferðum á skíðum um hálendið og jöklana. Hann starfaði í Landvernd enda voru um- hverfismál honum hugleikin. Einnig var hann skáti lengstan hluta ævinnar. Margvíslegar viðurkenningar féllu honum í skaut fyrir störf sín á ýmsum vettvangi; hér skal aðeins nefnt að 2010 var hann kjörin heiðurs- félagi JÖRFÍ. Maggi glímdi við heilsubrest, fékk hjartaáfall 53 ára en náði aftur heilsu og átti þá eftir þrjá áratugi á fjöllum. Það þurfti meira en tvær hjartaaðgerðir til að stoppa hann. Maggi var hlýr og kátur. Skálaði gjarnan með orðunum „yðar full“. Í hans glasi var þó aldrei sterkari drykkur en te. Maggi var kvæntur Hlíf Ólafsdóttur en hún lést 2012. Synir þeirra eru Hörð- ur og Hallgrímur, þekktir ferðakappar. Maggi og Hlíf kunnu að lifa lífinu og gleðjast. Njóta stundarinnar og hafa ekki óþarfa áhyggjur af hlutunum. Leiðir Magga Hall og Jöklarannsóknafélagsins lágu saman í tæplega sextíu ár. Fyrstu vorferðina fór hann 1963. Hann nýtti þekkingu sýna í landmæl- ingum til jöklarannsókna, m.a. gerði hann nákvæm- ar sniðmælingar á Vatnajökli og mældi sig íshellunn- ar í Grímsvötnum í lok Skeiðarárhlaupanna 1972 og 1976. Þegar flestir draga sig í hlé eftir langt ævistarf gerðist Maggi varaformaður JÖRFÍ og gengdi því starfi í mörg ár, nýjungagjarn, frjór í hugsun og já- kvæður. Þó að næstum þrír áratugir hafi skilið okkur í aldri bundumst við sterkum vináttuböndum. Með stóru vorferðinni sem farin var á Vatnajökul og í Grímsvötn í júní 1997 tók félagið forystu um að sinna af myndugleika rannsóknum eftir Gjálpargos- ið og Grímsvatnahlaupið mikla haustið áður. Það var mér ómetanlegur styrkur, ungum fararstjóra í stórum leiðangri, að þessi Nestor íslenskra jöklagarpa skyldi vera með í för. Næstu allmörg ár var Maggi lykilmað- ur í vorferðum í Grímsvötn. Síðasta vorferðin hans var 2013. Þá var hann áttræður og enn á skíðunum. Heilsan var ekki alltaf sem best síðustu árin en það haggaði ekki staðfestu hans og æðruleysi. Því æðru- leysi hélt hann til síðustu stundar. Magnús Tumi Guðmundsson 148 JÖKULL No. 70, 2020
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.