Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 25
25
Nýyrðasamkeppni Samtakanna ‘78,
Hýryrði, er nú haldin í þriðja sinn en
mark miðið með henni er að gefa
al menn ingi kost á að taka þátt í að
stækka og efla íslensk an orða forða
um hin segin tilveru. Hinsegin barátta
og um ræða um hin segin málefni, til
dæmis kyn jaðan veru leika, hefur þró ast
hratt á síðustu ára tugum og Hýr yrðum
er meðal annars ætlað að tryggja að
ís lensk tunga haldi í við þá þróun. Það
er ekki nóg að þekkja ensk orð yfir
til finningar, sjálfs myndir og sam félags-
form gerðir heldur verðum við líka að
geta talað um þær á íslensku. Það er
mikil vægt fyrir hin segin fólk og sjálfs-
ákvörðunar rétt þess og enn fremur for-
senda fyrir því að samfélagið sé í stakk
búið að ræða málin.
Í fyrri Hýr yrðakeppnum, sem haldnar
voru árin 2015 og 2020, urðu til orðin
ei kyn hneigð, bur, kvár og stálp, sem
öll eru komin í al menna notkun, og enn
fremur dul kynja, flæði gerva og fleiri. Að
þessu sinni er lýst eftir til lögum að eftir-
farandi nýyrðum:
Kynhlutlaust orð yfir foreldri foreldra:
amma — ? — afi.
Skammstöfun fyrir kynsegin:
kk. — ? — kvk.
Kynhlutlaust ábendingarfornafn
í eintölu sem hægt er að nota um
kynsegin fólk eða fólk sem við vitum
ekki kynið á: sú — ? — sá.
Lýsingarorð yfir enska orðið femme.
Lýsingarorð yfir enska orðið masc.
Orð yfir það sem á ensku kallast
allosexual og vísar til þess sem er
gagnstætt eikynhneigð (e. asexual).
Samkeppnin er opin öllum til 15.
september og aðgengileg á vef
Samtakanna ‘78, þar sem einnig er
að finna nánari lýsingu á orðunum
sem lýst er eftir: https://samtokin78.
is/hyryrdi2023/. Niðurstöður verða
kynntar á degi íslenskrar tungu 16.
nóvember.
Dómnefnd Hýryrða 2023 skipa:
Ásta Kristín Benediktsdóttir, lektor
í íslenskum samtímabókmenntum
við Háskóla Íslands; Einar Freyr
Sigurðsson, rannsóknarlektor
á orðfræðisviði Stofnunar Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum;
Reyn Alpha Magnúsar, varaformaður
Trans Íslands; og Þórhildur Elínardóttir
Magnúsdóttir, meðstjórnandi í stjórn
Samtakanna ‘78.
Queerologism 2023
This year Samtökin ‘78 hosts the queer
neologism competition for the third
time. The purpose is to introduce new
words into the Icelandic language that
encompass queer existence.
HÝRYRÐI
Leitin að nýjum hinsegin
orðum heldur áfram
2023
verið
velkomin
...smá tipsý
HAPPY HOUR
16-19
@tipsybarrvk
tipsybar.is