Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 62

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 62
62 Höfundur greinar er hvítur, sís, samkyn­ hneigður karlmaður og innihald greinar litast af því. Það sem upp er talið hér er dropi í hafi af sögum og heim ildum fyrir lífi og sam félögum í gegnum ríka sögu hin segin fólks víða um heim. Réttindum hinsegin fólks er ógnað. Þetta vitum við. Við höfum hins vegar verið hér áður. Það vita flestir að hinsegin leikinn er, þrátt fyrir allt, sýni- legri, fjöl breyttari og áhættu minni en hann hefur verið síðast liðin fimm- hundruð ár eða svo. Hin segin fólk hefur alltaf verið til þótt samfélags leg réttindi þeirra eins og við þekkjum þau í dag séu tiltölulega nýtilkomin. Skert sam félags leg rétt indi, jaðar setning og ofbeldi gagn vart hin segin fólki gerir það að verkum að fólk leitar leiða til þess að lifa lífinu á annan máta, oft með leynd. Innan sam félaga sem ekki voru hönnuð fyrir hin segin fólk blómstruðu sam bönd og lítil sam félög hin segin fólks, í óþökk meiri hluta sam félagsins. Sér stak lega í stærri borgum heimsins mynd uðust örugg rými fyrir fólk, svo sem kaffi hús, barir og bað hús. Þessir staðir urðu ekki til á nóinu heldur tóku á sig mynd smátt og smátt þar til úr varð öruggt rými. Orðið öruggt nota ég að sjálf- sögðu frekar frjáls lega, því við erum að tala um stað og stund þar sem gríðar legar refsingar voru við því einu að vera grunaður um sam kyn hneigð. Innan þessara rýma og smá sam félaga hinsegin fólks urðu þess vegna til kerfi dulinna samskiptatákna og jafnvel tungumál. Tungumál verður til úr af- bökuðum orðum og slangri frá öðrum hópum, fat naður, skart og hvers dags- legir hlutir fá nýja merkingu og ákveðnir staðir og stofnanir sem hafa vissan tilgang fá nýtt vægi í daglegu lífi hin- segin minni hlutans. Leyndin ein kennir þessi tákn. Fyrir gagn kyn hneigðum, sís meiri hlutanum eru vasa klútar bara vasa klútar, slangur er bara einhver óskiljan leg af skræming á tungu máli og gufubaðið í Vesturbæjar laug er bara slökunar staður fyrir átt ræða karla á laugardags morgnum, þó svo að sá staður hafi aðra merkingu fyrir ákveðinn hóp innan hinsegin sam félagsins. Söguleg tákn lifa enn Sum þessara tákn kerfa eru vissu- lega enn þekkt þótt þau séu minna notuð en þau voru á seinni ára tugum síðustu aldar. Orð úr leyni tungu málum hinsegin fólks hafa ratað í dag legt tal al mennings í formi slangurs, svo sem „naff“, „camp“ og „fruit“ sem eiga upp runa sinn í Polari. Merking þessara orða er þó oft breytt þegar hún kemst inn í orða forða meiri hluta samfélags- ins. Uppruna leg notkun sumra tákna hefur gleymst þótt þeim bregði enn fyrir í tísku, list sköpun og popp kúltúr og önnur eru horfin af sjónar sviðinu. Sem dæmi vil ég nefna Elliott Page sem bar græna rós í hnappa gatinu á rauða dreg- linum um árið. Þetta var vísun í Oscar Wilde sem gaf grænum nellikum nýja merkingu meðal sam kyn hneigðra karla þegar hann bað alla vini sína að bera hana í brjóst vasanum á opnun Lady Winder mere’s fan árið 1893. Í langan tíma á eftir notuðu menn þetta tákn til þess að bera kennsl hver á annan. Þó svo að þetta hafi að miklu leyti fallið í gleymsku yfir árin má enn sjá dæmi um þetta í dag, þó aðallega sem látlausa vísun í Oscar Wilde og hans baráttu. Beltissylgjur eru annað dæmi um tákn sem notað var í tilhuga lífi hin segin fólks, til að mynda við „cruising“, og spratt úr mótor hjóla menningunni og fagur fræði hennar. Reglur þess tákns sem hluti samskipta kerfis svipar til annarra á þann hátt að það hefur með stað setningu að gera. Notandi tákn- sins færir þá beltis sylgjuna vinstra eða hægra megin við miðju, eftir því hvort við komandi er toppur eða botn. Að sama skapi hafa kara bínur og lykla- kippur lengi verið tákn sem tengt er við hin segin fólk og þá sér staklega konur. Þetta er vegna þess að lesbíur hafa notað kara bínur sem lykla kippur, hangandi í buxna lykkjunni, sem tákn um að þær séu hin segin. Þetta tákn á sér langa sögu en talið er að það komi úr kreðsum mótor hjóla manna. Lesbíur og tví kyn hneigðar konur notuðu táknið með flóknari hætti í sam hengi cruising og BDSM-menningar áður fyrr en í dag virðist táknið hafa þann tilgang einan að gera hinsegin konum kleift að bera kennsl á aðrar lesbíur og auðvelda þeim að bera kennsl á sig. Enn þörf á leynitungumáli Ótal mörg dæmi eru um samskipta- tákn fortíðar og hægt er að sjá vísanir í þau víða þegar maður veit af þeim. Al mennt er senni lega ekki hægt að tala um tákn kerfi í dag þótt það megi sjá þau sem vísun í söguna í tísku eða í því sem blætt hefur inn í dægur menningu. Sannleikurinn er sá að þörfin fyrir samskipta tákn hefur ekki horfið en hún hefur breyst mikið. Inter netið breytti svo miklu í lífi fólks, sér í lagi tilhuga- lífinu. Pot á Facebook og vel valin tjákn á Tinder og Grindr hafa senni lega tekið við af vasa klútum eða grænu nellikunni. Tjákn í formi ávaxta og græn metis gefa Texti: Sveinn Snær Kristjánsson Ljósmyndir: Heiðrún Fivelstad & Sam Monsen, aðstoðarkvár Fy rir sæ ta : J oa nn a P aw ło w sk a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.