Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 40
Zanele Muholi fæddist árið 1972
í Um lazi, skammt frá borginni Durban,
í héraðinu KwaZulu-Natal á austur-
strönd Suður-Afríku. Þess ber að geta
að Umlazi er eitt þeirra byggðar laga
eða hverfa sem voru skil greind sem
svæði þar sem svart fólk hafði leyfi til
að búa á tímum að skilnaðar stefn unnar,
eftir að þau höfðu verið gerð útlæg
með lögum úr stærri bæjum og borgum
landsins í byrjun sjötta ára tugarins.
Þá hefur Muholi gert það að lífs starfi
sínu að vekja athygli á og berjast gegn
fordómum og misrétti með mynda vélina
að vopni, þar sem hán segir sögur
svarts fólks og hinsegin einstak linga
sem hafa orðið fyrir mis munun og
ofbeldi, bæði í sögulegu sam hengi og
á líðandi stundu. Verk Muholi fela því
í sér uppgjör við söguna er hán tekst
á við kerfisbundna kúgun og vald-
beitingu sem er bein afleiðing af
ný lendu stefnu Vesturlanda og
aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-
Afríku allt fram á tíunda áratuginn.
Ljósmyndir Muholi eru kraftmiklar og
af dráttar lausar, þar sem hinsegin leikinn
og hug myndir um sjálfið eru órjúfan-
legur hluti af list sköpuninni. Oft beinir
hán linsu mynda vélarinnar að sjálfu
sér, svo sem í yfir standandi ljósmynda-
seríunni Somnyama Ngonyama, sem var
til að mynda sýnd á alþjóð legri sam-
sýningu Feneyja tvíær ingsins, May You
Live in Interesting Times, árið 2019. Í
seríunni horfir Muholi oft beint í mynda-
vélina — beint í augu áhorf andans—
líkt og til að ögra þeim sem horfir á
myndina eða spyrja spurn inga um
þýð ingu augna ráðsins. Í öðrum verkum
beinir Muholi svo athyglinni að reynslu
og upp lifunum annars fólks, sem hán
kýs að kalla þátt takendur í gerð verk-
anna (þ.e. ekki fyrir sætur eða módel),
en öll eiga verkin það sam eigin legt að
varpa ljósi á reynslu heim fólks sem
tilheyrir einum eða fleiri jaðar settum
hópum. Muholi hefur einnig myndað
fólk, pör jafnt sem einstaklinga, í nánum
að stæðum, innan veggja heimilisins
sem og í almanna rýminu, á stöðum
sem kunna að vekja upp til finningar um
óöryggi og óþægindi hjá kyn segin eða
hinsegin fólki, til dæmis á strönd inni.
Hvort sem um er að ræða öruggt skjól
eða almennings svæði er til gangurinn
að veita innsýn í daglegt líf svarts
hinsegin fólks í Suður-Afríku, sem er
skot spónn for dóma, haturs glæpa og
kyn bundins of beldis í vaxandi mæli.
Í við leitni til þess að gera almanna rýmið
hinsegin gera þau því tilkall til og taka
sér pláss innan þess: skýlaus krafa um
aukinn sýni leika og jafnan tilveru rétt.
Andóf og aktívismi eru því snar þáttur
í verkum Muholi, rétt eins og sam staða
og sam hugur þeirra sem standa fyrir
framan og aftan mynda vélina.
Lj
ós
m
yn
di
r
úr
s
er
íu
nn
i
Fa
ce
s
an
d
P
ha
se
s.
(2
0
0
6
)
ef
ri
r
öð
fr
á
vi
ns
tr
i:
1.
R
ev
. B
ul
e
K
hu
m
al
o
2.
M
an
ts
ha
K
hu
zw
ay
o
ne
ðr
i r
öð
fr
á
vi
ns
tr
i:
1.
V
io
la
M
ay
2.
T
he
m
be
la
D
ic
k
3
. L
eb
o
Le
pt
ie
P
hu
m
e