Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 76
76
ÞEGAR VEIRAN
NAM LAND –
Um þessar mundir eru fjöru tíu ár síðan
fréttir bár ust til land sins af dular fullum
sjúkdómi sem virtist helst herja á sam-
félög homma í er lendum stór borgum.
Þessum sjúk dómi þurfti að gefa nafn
og Morgun blaðið reið á vaðið með
nafn giftinni kynvillinga plága. Árið áður
höfðu forsvars menn Sam takanna ‘78
deilt hart á Ríkis útvarpið fyrir að neita
að nota orð á borð við hommi, lesbía
og samkyn hneigð. Í þeim mál flutningi
kom ítrekað fram rök stuðningur gegn
kyn villu orðinu þar sem það fæli í sér
bæði for dóma og útskúfun. Því var val
fjöl miðla á hug takinu kynvilla til að lýsa
þessum nýja sjúk dómi og þeim hópi
sem hann virtist helst herja á ekki til-
viljana kennt heldur með vituð ákvörðun.
Heilbrigðis yfir völd voru treg til að
bregðast við enda var sjúk dómurinn
ekki talinn koma „venju legum“
Íslendingum við. Í mál flutningi stjórn-
mála manna, lækna, fjöl miðla fólks og
fyrst og síðast þeirra sem gengu á guðs
vegum var sjúk dómurinn fyrst og fremst
homma sjúkdómur sem ekki þyrfti að
skipta sér af, nema þá til að ein angra
smitaða homma. Sumir döðruðu jafnvel
við evan gelískar út skýringar ættaðar
frá Banda ríkjunum um réttláta refsingu
guðs. Það var ekki fyrr en árið 1985,
þegar fyrstu stað festu innanlands-
smitin meðal gagn kynhneigðra sýndu
að HIV-veiran fór ekki í mann greiningar-
álit, að snöggur um snúningur varð í
málinu. Þá skyndi lega fór fjár magn að
renna úr opin berum sjóðum til forvarna-
starfs. Það forvarna starf var aftur á
móti sniðið að gagn kynhneigðum.
Hommarnir skyldu fræða sig sjálfir.
Alnæmis faraldurinn af hjúpaði þannig
inn gróið stig veldi þar sem sam félag
sam kyn hneigðra stóð ræki lega utan
við mengi þess sem við getum kallað
„þjóðin“. Þeirra heilsa og velferð skipti
sam félagið einfaldlega engu máli.
Alnæmis faraldurinn skapaði ó væntan
snertiflöt fyrir sam tal og sam vinnu
milli ríkis valdsins og sam félags sam-
kyn hneigðra. Þó svo að sú sam vinna
hafi gengið upp og ofan sannaði hún
að mjór er mikils vísir. Í skrifum sínum
um sjú kdóminn ítrekuðu aktivistar á
borð við Guðna Baldurs son, Böðvar
Björns son og Þorvald Kristins son að
ef forvarnir ættu að virka sem skyldi
yrði að horfast í augu við það mis rétti
sem sam kyn hneigðir væru beittir og
tryggja þeim laga legt og félags legt
jafnrétti. Sam félag sem væri mark visst
jaðar sett af stjórn völdum, fjölmiðla-
umræðu og ríkis kirkjunni myndi ekki
treysta heilbrigðis yfirvöldum og ekki
leita til þeirra, hvorki eftir upp lýsingum
né með ferð. Lausn vandans væri því
fólgin í fordóma lausri nálgun. Mörgum
ráða mönnum fannst þetta heldur
lang sótt tenging og vildu frekar koma
upp ein angrunar stöð fyrir óábyrga
HIV-smitaða á Vífils stöðum en sumir
lögðu við hlustir. Til dæmis má nefna
Kristínu Kvaran, þing konu Banda lags
jafnaðar manna, sem fyrst íslenskra
þing manna talaði máli samkyn hneigðra
á Alþingi og Guðrúnu Agnars dóttur,
þingkonu Kvenna listans og sér fræðings
í veirufræði, en hún átti snaran þátt í því
að refsi stefna Ragnhildar Helgadóttur,
þá verandi heilbrigðis mála ráðherra, náði
ekki fram að ganga nema að hluta til.
Stefna Ragnhildar í mál efnum al næmis
byggðist á hinni svo kölluðu sænsku
leið, sem fól í sér skrá ningu smitaðra
auk þess að heimila nauðungar vistun
og fangelsun. Það er óhætt að segja
að alnæmisfaraldurinn hafi knúið fram,
með illu, viðhorfsbreytingar gagnvart
tilveru og tilvistarrétti þess hóps sem
í dag er oftast kallaður hinsegin fólk.
Sem dæmi má nefna að læknir einn
sem skrifaði grein í blöðin árið 1984
um hvernig helstu viðbrögð stjór nvalda
ættu að miða að því að hafa eftirlit
með kyn villingum skrifaði aðra grein
þremur árum seinna þar sem hann
hvatti fjölmiðla til að sýna hóf stillingu
í málflutningi þar sem fordómafull
umræða væri skaðleg sjúklingum og
aðstandendum þeirra.
En mest voru áhrifin á þau sem fundu
fyrir sjúkdómnum á eigin skinni. Þau
sem smituðust, fjöl skyldur þeirra, elsk-
huga og vini. Alnæmi hefur oft verið
kallaður sjúk dómur einmana leikans og
margir hafa lýst því að hræðslan og
út skúfunin sem honum fylgdi hafi verið
jafn skað leg, ef ekki verri, en sjúk-
dómurinn sjálfur. Innan hins fá menna
homma samfélags á Íslandi upplifðu
margir smitaðir og veikir höfnun – þeir
væru ó verðugir ástar, snertingar og
kynlífs. Viðhorf meiri hluta sam félagsins
var lítt skárra. Að standandi látins
homma lýsti því að hann hefði í raun
dáið tvisvar og fyrra dauðs fallið, hið
félagslega, hefði verið sýnu verra.
When the Virus Came
When the HIV virus – initially titled the
sexual deviant plague – first arrived in
Iceland 40 years ago, most people and
even the authorities saw no need to do
anything about a “gay disease” except
to iso late or even imprison those in-
fected. It wasn’t until straight pe ople
star ted getting sick that preven tive
actions began. Those in fected faced
iso lation and ostra cism not only from
society but the queer comm unity as
well. The epi demic did, how ever, force
the govern ment to fi nally ac know-
ledge and co operate with the queer
community.
HIV á Íslandi í 40 ár
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir