Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 55

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Qupperneq 55
55 Í upptökunni má heyra Gísla Halldórsson í kómískum samræðum við Harald Björnsson að reyna kaupa af honum kjólföt: 2. götusópari: Eru það nú þægilegheitin við viðskiptavinina … Heldurðu [að] þau séu úr gulli eða hvað! … nú ég var bara að gera þér tilboð … en ef þú tekur því svona … góði, eigðu þín kjólföt … auk þess hafa kjólföt alltaf vakið við bjóð minn … Maður í kjólfötum: Ef þau vekja viðbjóð þinn, hvers vegna ertu þá að sækjast eftir þeim? … 2. götusópari: Ég er svolítið hinsegin, ef þú fattar það … ég er bara hrifinn af því sem vekur viðbjóð minn … – Nakinn maður og annar í kjólfötum, höfundur Dario Fo, þýðandi Sveinn Einarsson Hér er margt á seyði samtímis. Túlkun Gísla og viðbrögð áhorfenda gefa ansi sterkt til kynna að orðið „hinsegin“ sé þarna notað í nútímaskilningi okkar. Radd beitingin verður kvenlegri og undar legur kliður fer um salinn. Ef leik- túlkunin er lögð saman við textann þar sem gefið er sterklega til kynna áætlað sjálfshatur sam kyn hneigðra og viðbjóð má mögulega finna sögulegt korn úr hin segin sögu landsins. Hinsegin í hálfa öld Kalli: Ég hef ekkert á móti því að vera spurður svona beint út! Allt í lagi, Lilla mín! Það er betra en þegar fólk er að hvísla og glotta á bak við mann! Hver er ég?! Ég er bara svona! Æ, ég veit það ekki. Karlmaður! Hvað er karlmaður?! … „Vertu karlmaður!“ „Vertu karlmaður!“ Þú ert karlmaður, er það ekki? Þegar ég var lítill var þessu slengt svona hressilega framan í mig. Ef ég datt og meiddi mig; „Vertu karlmaður“. Ef ég vildi ekki klára matinn; „Ertu ekki karlmaður?“. Og ef mér tókst að gera eitthvað vel; „Ja­á, þetta er sko karlmaður“… Ég átti að vera svo harður og kaldur og sterkur! En auðvitað var ég lingeðja, og ekki var ég sterkur og oftast skítlogandi hræddur! Og hræddastur var ég við mömmu og systur mínar. Svo fór ég að segja þeim lygasögur af því hvernig ég lemdi aðra stráka. – Saumastofan, Kjartan Ragnarsson Fyrsti alíslenski homminn steig á svið í Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson þann 28. október 1975, einungis fjórum dögum eftir kvenna- frídaginn. Hægt er að horfa á Kalla klæðskera sem birtingarmynd staðal- ímyndar en ég tel að meira sé í hann spunn ið, hann er ekki bara væskill heldur gefur okkur innsýn inn í líf verka manna drengs á eftir stríðs ár- unum. Saumastofan var frumsýnd á byltingartímum. Söngleikir á borð við Hárið og Jesus Christ Superstar heill- uðu ungu kynslóðina með hug myndum um kærleika og frjálsar ástir og íslenskir höfundar á borð við Jökul Jakobsson létu persónur sínar tala um „grúppusex í hasspartíum“. Nú greikkum við sporið og hlaupum yfir rúmlega þrjátíu ár eða svo, yfir í þá tíma þar sem Stúdentaleikhúsið sýndi Bent eftir Martin Sherman, Páll Óskar tryllti lýðinn í hlutverki Frank-N-Furter og M. Butter fly eftir David Henry Hwang var tekið til sýningar í Þjóðleikhúsinu (sýning sem á skilið frekari skoðun). Hægt og bítandi fengu hommar meira pláss á íslenskum leiksviðum en leitun er að íslenskum leikritum um eða eftir lesbíur. Þar má helst nefna Leyndarmálið eftir Jónínu Leósdóttur sem skrifað var fyrir framhaldsskóla, Fyrsta öngstræti til hægri eftir Örn Bjarna son og Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson. Ég vil nota tæki færið og hvetja kynsystur mínar til að taka upp penna og skrifa leikrit frá hinsegin sjónarhorni. Nútíminn og naflaskoðun Fran Lebowitz: Your life story would not make a good book. Don‘t even try. Einleikir á borð við Hinn fullkomna jafningja eftir Felix Bergsson í leik stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur, saga fimm Reykvíkinga sem eiga það sameiginlegt að vera hommar, lögðu línurnar í kring- um aldamótin. Akurinn var plægður, fræjum sáð og leikhúsdyrnar opnuðust, ef lötur hægt. Einnig er nauð synlegt að nefna einleikinn Svikarann úr ranni Leyndardómar fortíðarinnar og listrænt hugreki G un nþ ór un n í V op n gu ða nn a. G uð rú n Jó na ss on (1 87 7– 19 58 ). K S S 7 7, K ve nn as ög us af n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.