Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 46
46
Öllu skellt í lás
En lífið var auðvitað ekki ein tómur
glaumur og gleði. Þetta voru umbrota-
tímar í Þýskalandi, myrk öfl voru farin
að láta að sér kveða og þau voru ekki
langt undan. Einn tíður gestur á El-
dorado var Ernst Röhm, áhrifa maður í
Nasista flokknum, leiðtogi SA-storm-
sveita flokk sins og náinn vinur Adolfs
Hitlers. Hann fór ekki sérlega leynt
með samkyn hneigð sína þrátt fyrir að
nasistar hötuð ust við hinsegin fólk. Í
janúar 1933 varð vinur hans Hitler
svo kanslari Þýska lands. Meðal þess
sem nasistar réðust í var það sem
þeir kölluðu að „hreinsa“ þýska ríkið
af óæski legum „óhrein indum“ — þar
á meðal var sam félag stolts hinsegin
fólks.
Hið viðkvæma frelsi Weimar-lýð veld-
isins leið snar lega undir lok. El dorado
skellti í lás og Nasista flokk ur inn tók
yfir húsa kynni hans og skreytti með
haka krossum. Homma- og lesb íu-
klúbbum Berlínar var gert að loka
ein um af öðrum. Tíma ritin hættu að
koma út, lesendur þeirra og gestir
klúbb anna hurfu aftur í felur í von um
að bjarga eigin skinni. 175. greinin, sem
bannaði samkyn hneigt athæfi, var enn
hluti þýskra hegningar laga þrátt fyrir
mikla baráttu Hirsch felds og fleiri gegn
henni og nú var henni beitt sem aldrei
fyrr. Margt hinsegin fólk flúði land til að
forðast ofsóknir.
Önnur gengust því miður nýjum yfir-
völdum á hönd eins og Ruth Marga rete
Roellig. Hún virðist hafa stutt Nasista-
flokkinn og eftir valdatöku nas ista
af neit aði hún fyrri skrifum sínum
um sam kyn hneigð kvenna. Rit verk
hennar á stríðs árunum eru lituð stæku
gyðinga hatri og hún hætti alfarið að
skrifa í stríðs lok. 6. maí 1933 lögðu
öfga sinnaðir stúdentar og liðs menn
SA-sveita Ernsts Röhms rannsóknar-
stofnun Magnúsar Hirschfelds í rúst og
brenndu bækur úr bóka safni hennar
á báli. Ómetan legar heimildir hurfu
í eldinn. Óvíst er um af drif ýmissa
skjól stæðinga Hirsch felds sem bjuggu
í húsa kynnum stofn unar innar og spurð-
ist ekki aftur til eftir árásina. Hirsch-
feld sjálfur var farinn í útlegð og lést í
París 1935. Margir áratugir liðu þar til
hinsegin fólk í Berlín fór aftur að geta
komið saman og upp lifað við líka frelsi
og hafði tíð kast á þriðja ára tugnum.
Jafnvel eftir stríðs lok héldu stjórn völd í
Vestur- og Austur-Þýska landi eftir 175.
grein hegningar laganna sem notuð
hafði verið til að fang elsa fjölda hin-
segin fólks. Greinin var ekki strikuð út
fyrr en eftir sam einingu ríkjanna 1994.
Í dag er Berlín vissu lega aftur orðin
ákveðin hinsegin para dís en það tók
áratugi. Og sagan ætti að minna okkur
á hvað frelsi okkar getur verið brot-
hætt. Hlátur inn glymur, það glamrar í
glösum en söng urinn er sjaldnast alveg
áhyggju laus.
The Interwar Period in Germany
In the years between the world wars,
queer nigh tlife was in bloom in Berlin.
Even though homo sexuality was crimina
lised, people were able to create strong
comm unities and had many queer places
and clubs to choose from. That all came
to an end when the Nazis took over Ger
many and queer people went back
into hiding.