Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 51
51
No Place Like Home
Ég get ekki verið með meðmæla horn
nema mæla með hlaðvarpi. No Place
Like Home fjallar um eitt skóparanna
sem Judy Garland notaði í Galdra-
karlinum í OZ árið 1939. Stjórn endur
þáttanna fara með okkur yfir sögu
skónna og hvernig þeim var rænt árið
2005. Nýlega fannst þjófurinn og
var hann dæmdur fyrir að hafa stolið
þessum merkisleikmunum. Skemmti-
legir þættir fyrir true crime-fíkla eins
og mig.
Love That Story
Í tíu köflum fer Jonathan Van Ness
meðal annars yfir hvernig hán hefur
lært að takast á við ástarsorg, hvernig
það er að lifa sem HIV-smitaður ein-
staklingur og segir transfóbum til
synd anna. Jonathan, rétt eins og Billy
Porter, les sjálft bókina, þannig að mér
fannst stundum eins og hán væri heima
hjá mér uppi í sófa að segja mér þessar
mögnuðu sögur yfir freyðivíni og ostum.
Þetta er hressandi, fyndin og sorgleg
bók sem skilur eftir sig innblástur til að
vilja halda áfram að gera heiminn að
betri stað.
Heartbreak High
Ef þið eruð ekki búin að hámhorfa
á Heartbreak High þá eigið þið von
á góðu. Þetta eru sjónvarpsþættir
sem ráðvillti og hinsegin unglingurinn
sem ég var hefði líklega horft á oft
og mörgum sinnum. Ástralir kunna að
gera gott sjónvarp. Persónur þátt-
anna eru marglaga og spennandi.
Fyrir mitt leyti verð ég að segja að
þótt SKAM séu enn algjörlega mínir
uppáhaldsunglingaþættir þá ná þau
í Heartbreak High að gera þætti sem
fengu mig til að vilja sjá meira og meira.
Billy Porter Unprotected
Síðustu misseri hef ég verið að sökkva
mér niður í hljóð bækur og mikið sem
ég get mælt með sjálfs ævisögu Billy
Porters. Hann les bók ina sjálfur sem
gerir hlustun ina enn persónulegri og
drama tískari. Ævisaga hans er mögnuð
og fékk mig til að hlæja og gráta,
stundum bæði á sama tíma. Þvílíkt
talent og þvílík fyrirmynd.
The Circle
Alert! Já ég viðurkenni það ég elska
The Circle. Frá því að Survivor kom
út hef ég alltaf verið spenntur fyrir
raunveruleikasjónvarpsþáttum. Það
hefur reyndar komið í bylgjum hjá mér
og þessa dagana er ég að háma í mig
the Real Housewives of everything
(jebb ég er að safna húsmæðrum frá
flestum borgum heims). Nema hvað,
það er eitthvað við hvernig The Circle
er sett upp og hvernig framleiðendum
tekst að gera þættina spennandi,
fyndna og stundum alveg fáránlega
sem sogar mig inn. Það sem mér þykir
líka vel gert í þáttunum er að þau hafa
náð að hafa fjölbreyttari hóp fólks
í þáttunum en í langflestum öðrum
raunveruleikaþáttum sem gerðir eru.
Unnsteinn Jóhannsson er hinsegin sam-
félaginu að góðu kunnur, enda víð förull
og skilur hvarvetna eftir sig gleði og
glimm e rslóð. Þó hann eldist ör lítið með
hverju ári er hann þó enn í takti við sam-
tímann, hlustar á hlað vörp og horfir á
alla vin sælustu og mikil væg ustu þættina.
Aðdáendur Unnsteins treysta á að hann
mæli með gæð a efni í Tímar iti Hinsegin
daga og hann veldur þeim ekki von-
brigðum þetta árið frekar en þau fyrri.
Dægurhorn Unnsteins