Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 19
19
Tímarit Hinsegin daga og
Samtakanna ‘78
Vissir þú að finna má eldri tölu blöð af
Tímariti Hinsegin daga á timarit. is? Þar
má sömuleiðis finna önnur hinsegin rit,
eins og Úr felum, fyrsta tíma rit Sam-
takanna ‘78, fréttabréfin Sjónar horn,
Samtakafréttir og Hýraugað, og vegleg
30 og 40 ára afmælisrit Sam takanna.
Mikilvægar (og stundum skondnar)
heimildir um hinsegin líf á Íslandi.
Mennirnir með bleika þrí hyrninginn
Fyrsta endurminninga bókin þar sem
samkyn hneigður maður lýsir reynslu
sinni af of sóknum þýskra nasista gegn
hin segin fólki í seinni heims styrjöldinni.
Kröftug áminning um einn átakan-
legasta kaflann í sögu hinsegin fólks.
Bókin var endur útgefin á íslensku á
síð asta ári. „Bók sem breytir manni,“
eins og höfundur formála endurútgáfu,
Hafdís Erla, orðaði það.
Angels In America
Árið 2003 sýndi HBO sex þátta sjón-
varps seríu byggða á marg rómuðu leikriti
Tony Kushners, Angels in America.
Leik ritið, og þætt irnir, gerast 1985
og fjalla um nokkra New York-búa í
miðjum alnæmis faraldri. Raun veru legar
persónur koma fyrir, í þáttunum fer Al
Pacino með hlutverk spuna meistarans
Roy Cohn sem tók þátt í norna veiðum
gegn sam kyn hneigðum en lést svo úr al-
næmi sjálfur. Mikil væg og mögnuð saga
af alnæmis faraldrinum í Bandaríkjunum.
Annað sem vert er að nefna:
The Color Purple
The Rocky Horror Picture Show
The Adventures Of Priscilla,
Queen of the Desert
Longtime Companion
Rent
Cat on a Hot Tin Roof
Cabaret
Queer as Folk (bresku þættirnir)
Á Exeter koma saman heimafólk og gestir, ungir og
aldnir, svona og hinsegin. / www.exeterhotel.is
VIÐ TÖKUM ÖLLUM FAGNANDI – ALLA DAGA