Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 17
17
sími 551-2344
tapas.is
Spánn
er handan
við hornið
SJÁUMST Á TAPASBARNUM
gleðilega hátíð!
segir Ilaria. Þetta sé þó sérstaklega
flókið í tilfelli femme lesbía sem eru
ekki ekki eingöngu útsettar fyrir
áreiti og ofbeldi þegar þær brjóta
gegn hugmyndum samfélagsins
um hlutverk kvenna, til dæmis með
óhefðbundinni kyntjáningu, heldur
einnig þegar þær sýna dæmigerð
einkenni um kvenleika. „Það er brotið
á konum hvort sem þær fylgja eða
brjóta í bága við viðmið samfélagsins
um kvenleika.“ Það áreiti sem femme
lesbíur verða fyrir snýr einnig að
hlut verki kvenna innan feðraveldisins
og þeim væntingum sem sam félagið
gerir til þeirra, þá sérstaklega þegar
kemur að karlmönnum, hefð bundn um
kyn hlutverkum og barn eignum. Þetta
eru þær kröfur sem samfélagið gerir
til kvenna um kvenleika, sem endur-
spegla undirliggjandi hugmyndir um
það hvernig sá kvenleiki tilheyri í raun
karlmanninum, segir Ilaria.
„Viðhorfið er það að við séum ekki
sjálfum okkur nægar, heldur sé tilvist
okkar í þágu karlmannsins, ýmist til
þess að uppfylla óskir þeirra eða til þess
að vera kastað fyrir róða af þeim, en
með því að standa á eigin fótum rústum
við mörgum af þeim hugmyndum eða
væntingum sem samfélagið gerir til
okkar. Þá má oft greina það viðhorf að
sé lesbía kvenleg í fasi eða teljist fríð
samkvæmt stöðlum samfélagsins sé
hún einhvers konar sóun á sjálfri sér,
sem vekur upp spurninguna: sóun fyrir
hvers sakir? Ef litið er á málið út frá
hefðbundnum kynhlutverkum liggur þó
í augum uppi að málið snýst um glataða
möguleika á barneignum. Talið er að ef
kona eigi í hlut, og hvað þá kona sem er
lesin sem kona, þá beri henni að hegða
sér eins og góðri konu sæmi og ala börn
fyrir feðraveldið.“
Baráttan endalausa
Það má teljast líklegt að íslenskar
lesbíur geti fundið sig í ýmsu af því
sem Ilaria Todde hefur að segja.
Femme konur þekkja vel kynferðislegar
aðdróttanir og áreiti karlmanna og
masc konur þekkja margar of vel
neikvæð viðbrögð samfélagsins við
tilveru sinni. Hinsegin samfélagið í heild
sinni þekkir áreiti, fordóma og ofbeldi
og endalausa baráttu fyrir réttindum,
sýnileika og sátt í samfélaginu. Það er
því svo sannarlega mikilvægt að við
sameinumst þvert á hópa í baráttunni,
öllum til heilla.
Sú samstaða má samt ekki útiloka að
við beinum sjónum okkur að sértækum
vandamálum hópa innan breiðfylkingar
okkar. Við vitum betur en kannski
nokkur annar þjóðfélagshópur að við
þurfum ekki að vera eins og við þurfum
ekki að skilja hvort annað til fulls til
þess að standa sterk með hvort öðru.
Það er okkur í raun lífsnauðsynlegt að
skilja hvað það er sem aðgreinir okkur
um leið og við tökum afstöðu með því
að láta það vera það sem sameinar
okkur í baráttunni.
The Word Lesbian Unifies Us
Interview with Ilaria Todde
Ilaria Todde, Advocacy and Research
Director at EL*C (EuroCentralAsian
Lesbian* Community), discusses the
lived realities of lesbians*, as well as
the implications of lesbophobia. Using
the term with an asterisk, EL*C aims
to “include anyone who identifies as
lesbian, feminist, bi, trans or queer,
and all those who feel connected to
lesbian activism”. Identifying as a butch
lesbian herself, Ilaria grew up in rural
Sardinia, where she experienced more
discrimination based on her gender
expression than her sexuality. However,
what unifies women that present as
masc or femme, to varying degrees,
is the urgency to reclaim their own
identity outside the bounds of the
patriarchy – a sentiment shared by the
LGBTQIA+ community at large.
Myndir úr einkasafni