Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 45
45
Gjálífi og gæluapi
Rithöfundurinn Ruth Marga rete Roellig
lifði líka og hræðist í hin segin sam félagi
Berlínar borgar á milli stríðs árunum. Hún
bjó í Schöneberg, sem var eins konar
mið punktur hinsegin sen unnar, með
unnustu sinni Eriku og gælu apa og
skrifaði ljóð og sögur í les bísk tíma rit
sem hétu nöfnum eins og Frauen-
liebe („Ást kvenna“) og Die Freundin
(„Vinkonan“). Roellig var líka tíður gestur
á lesbíu stöðum hverfis ins. Í upphafi
þriðja ára tugarins voru að minnsta kosti
fjöru tíu hinsegin barir af ýmsu tagi í
Berlín, knæpur og klúbbar. Um miðbik
ára tugarins voru þeir orðnir átta tíu hið
minnsta og þeim fjölgaði enn meira
þegar á hann leið. Þegar einn lokaði
opnaði annar jafn óðum og það eitthvað
fyrir alla. Flóran var slík að það þurfti
sérstaka leiðar vísa um nætur lífið. Berlín
var enda orðin að vin sælum viðkomu-
stað hinsegin ferða fólks frá öðrum
löndum og þannig þurftu gestir ekki að
óttast að fara á mis við bestu staðina.
„Þótt talað hafi verið um Lund únir og
París sem borgir leyndar dóms fullra
dá semda hefur Berlín löngu tekið fram
úr þeim hvað þetta varðar.
Hér er hverjum gefið tæki færi til að
gleðjast á sinn hátt og allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi,“
skrifaði Roellig í bókinni Lesbískar
konur Berlínar, leiðarvísi um Berlínar-
borg fyrir hinsegin konur sem hún gaf
út árið 1928.
„Hofgyðjur Saffóar geta líka fundið
sína staði, þangað sem þær geta flúið
borgara legar sið venjur og glaðst á sinn
eigin máta.“
Í bókinni skrifar Roellig um fjórtán
lesbíu kaffi hús, -bari og -dans staði
í Berlín. Þar má nefna staði eins og
pöbb inn Mickimaus í Schöneberg
(fyrsta teiknimynd Disneys um músina
Mikka kom út 1928 og vakti greinilega
strax hylli þýskra lesbía) þar sem vert
að nafni Cläre bauð upp á notalegt
andrúms loft fyrir allar „vinkonur“ og
góðan bjór á góðu verði. Ekki langt
undan var svo barinn Mali und Igel,
sem vertarnir og parið Amalie „Mali“
Rothaug og Elsa „Igel“ Conrad ráku og
nefndu eftir sjálfum sér. Elsa var kölluð
Igel eða „Brodd göltur“ því hún var með
stutt hárið greitt í brodda. Lesbísk
hártíska hefur víst lítið breyst í ára-
tuganna rás.
Á Dorian Gray — nokkuð hýrt nafn
það — kom hin segin fólk af öllu tagi.
Þar var boðið upp á ljúfa tón list, þægi-
lega stóla og fjöl breytta skemmti-
dagskrá á kvöldin. Á miðviku dögum
var sadó masó-kvöld, svo dæmi sé
tekið. Á Dorian Gray hittist líka rit-
stjórn Frauenliebe og klúbbar les bískra
kvenna. All nokkrir slíkir voru starf-
ræktir í Berlín á þessum tíma (form-
lega kallaðir því settlega nafni „dömu-
klúbbar“) og stóðu þeir fyrir böllum,
kaffi húsa kvöldum, fyrir lestrum og ýmiss
konar dag skrá. Einn virkasti „dömu-
klúbburinn“, Violetta, státaði árið 1926
af um 400 með limum. Violettu-konur
fóru í tungl skins siglingu á Speer og á
sum rin tók klúbburi nn strand hótel á
leigu. Þangað streymdu konur og sól-
uðu sig og syntu á daginn og dönsuðu
og skemmtu sér á kvöldin.
Kynusli og kynlegir kvistir
Þekktasti og alræmd asti staðurinn
í hin segin nætur lífinu í Berlín Weimar-
lýðveldisins var óneitanlega kabarett-
klúbbur inn Eldorado. Þar var dansað og
sungið og drukkið sem víðar en aðals-
merki Eldorado var kyn uslinn: þangað
kom og tróð upp margt trans fólk og
kyn segin og drag drottn ingar og klæð-
skiptingar af öllum kynjum. Slagorð
klúbbs ins sem stóð stórum stöfum fyrir
ofan aðal dyrnar var „Hér er það rétt!“ —
kannski nokkuð gáska full stað hæfing
fyrir svo snar öfugan stað.
Stuðið á Eldorado — og allir þeir kyn-
legu kvistir sem þar skemmtu sér —
varð svo víð frægt að á staðinn kom líka
„venjulegt“ gagnkyn hneigt fólk til að
berja dýrðina augum. Mörgum
í hin segin senunni í Berlín þótti í raun
nóg um fjölda forvit inna túrista á stað-
num og þau leituðu því á minni og lítt
þekkt ari klúbba. Þetta er vanda mál
sem hinsegin fólk úti á lífinu þekkir vel
enn í dag. Í einni „almennri“ breskri
ferða bók um næturlíf Berlínar borgar
var (karlkyns) lesend anum þó alfarið
ráðið frá því að hætta sér á Eldorado.
En þyrfti hann endi lega að fara — þá
mætti hann alls ekki taka eigin konu
sína eða systur með!
Lýsingar á Eldorado má finna í verkum
er lends hin segin lista fólks sem sótti
Berlín heim á þessum tíma í leit að
inn blæstri og stuði — og strákum, eins
og breski rit höfundur inn Christ opher
Isher wood viður kenndi fúslega. „Berlín
þýðir strákar,“ skrifaði hann en hann
dvaldi mikið í Berlín á þessum tíma
ásamt vini sín um og kollega W.H. Auden,
sem sjálfur lýsti Berlínar borg sem
„paradís hommans“. Skrif Isher woods af
Ber línar lífinu urðu svo inn blástur söng-
leiksins Kabarett.
M
yn
d
1