Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2023, Blaðsíða 63
63
til kynna stöðu fólks í kynferðis legu
sam bandi, ótal skamm stafanir vísa í
blæti, eftirlætis stellingar og jafnvel
sambands form sem við komandi sækist
eftir. Þau sem leita í sam spil kynlífs og
fíkni efna hafa sín stikk orð, skamm-
stafanir og tjákn vafin inn í sína prófíla
með það að mark miði að sía út þau sem
ekki hafa áhuga á því og laða hin að. Þá
held ég að við leitum öll að einhverjum
vís bendingum í fari fólks sem við hittum,
hvort sem það er útlit, hegðun eða
þekking á hin segin dægur menningu.
Merkin eru vissu lega ekki þau sömu
í netheimum og í kjötheimum en það
er svipur með þeim. Samskipta táknin
taka sér hlut verk í formi tísku, persónu-
legs stíls og í annars konar tjáningu
og þar með tengja báða heimana
saman sem við búum í. Látlausar leiðir
hinsegin fólks til þess að merkja sig
í raun heimum eru því fleiri en bara
regnboga fánar og stafa súpan sem við
öll þekkjum. Skart, fatnaður og smá-
hlutir eins og nælur geta vísað í sögu
samskipta tákna, tjákn sem við notum í
net heimum eða bara verið vísun í hin-
segin dægur menningu. Að sama skapi
geta jafn saklausir hlutir og for nöfn
gegnt mikil vægu hlutverki í að merkja
þig sem örugga mann eskju, hvort sem
það er í tölvu pósts sam skiptum eða sem
næla á bak pokanum þínum.
Netheimar eru ekki það eina sem
breytist stöðugt heldur má segja það
sama um staði í raun heimum. Cruising-
staðir sem eitt sinn voru þekktir hafa
horfið eða fært sig um set. Örugg rými
skipta um nöfn og húsnæði. Regn boga-
klæddir skemmti staðir í Reykjavík hafa
verið teknir yfir af gagn kynhneigðu
fólki sem ekki skilur mörk eða mikil-
vægi öruggra rýma fyrir hinsegin fólk,
og bregðast þeir þar með þeim hópum
hin segin sam félagsins sem þurfa
mest á þeim að halda. Örugg rými
hafa þá myndast á öðrum stöðum þar
sem hinsegin leikinn fær að þrífast án
glimmers og fálmandi handa gagn-
kyn hneigðra sem halda að við séum
sýningargripir eða páfuglar í dýragarði.
Aukinn skilningur á mikil vægi hin segin
rýma sem og dýpt dulinna samskipta-
tákna veitir nýja innsýn í heiminn sem
hinsegin fólk býr í í dag, bæði á Íslandi
og víðar um heiminn.
Að gleyma þessum hluta sögunnar
eða sópa honum undir teppið af einni
ástæðu eða annarri hefur það í för með
sér að mikil vægir hlekkir í sögu okkar
týnast. Á tímum sem þessum, þegar
aukning er í haturs orð ræðu og of beldi
gagn vart hin segin fólki, er hinsegin-
leikanum ýtt lengra út á jaðarinn. Þá
er raun verulega mikil vægt að skilja og
læra af þeim að ferðum og verk færum
sem hin segin fólk notaði til þess að lifa
af og dafna. Skilningur á sameigin legri
sögu okkar styrkir sambönd og
rætur okkar allra í barátt unni
endalausu.
Are We Still Playing Hide & Seek?
Queer spaces have always been a part
of our history, and people have used
various covert signals through the
ages to identify one another without
arousing suspicion of those outside the
queer community. Even today, when
queer people don’t have to live in the
shadows, queer spaces and signals are
still important.
Lyklakippa með karabínu.
Ljómynd eftir Svein Snæ. Myndin sýnir lykla-
kippu sem svipar til þeirra sem lesbíur og
tví kyn hneigðar konur hafa notað sem dulið
merki til að bera kennsl hvor á aðra.
Fy
rir
sæ
ta
: V
al
a
B
irn
a
Á
rn
ad
ót
tir