Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Page 7
Kveðja sendiherra
Evrópusambandsins á Íslandi
Greetings from the Ambassador of
the European Union to Iceland
Jafnrétti er eitt af helstu áhersluatriðum
Evrópusambandsins, samanber átak
okkar um „Samband jafnréttis“ (Union
of Equality). Við trúum því að fjölbreytt
samfélög séu sterkari fyrir vikið. Aðgerðir
sem stuðla að jafnrétti taka á sig ýmsar
myndir og er okkur mjög annt um að
styðja við réttindi hinsegin fólks, en við
teljum það vera eina af grunnstoðum
jafnréttisbaráttunnar.
Það er mikilvægt að missa ekki sjónar á
mikilvægi baráttunnar þótt hátíðarhöldin
hér á Íslandi séu haldin fyrir opnum dyrum
– víða í heiminum er einfaldlega ekki í
boði að flagga regnbogafánanum jafnvel
þótt árið sé 2022. Á undanförnum árum
hefur ESB staðið fyrir ýmsum verkefnum
í löndum þar sem réttindi hinsegin fólks
eru takmörkuð og þar sem almennir
borgarar jafnt sem aðgerðasinnar upplifa
útskúfun og ofsóknir. Sendinefndir ESB
víða um heim hafa unnið með hinsegin
aðgerðasinnum sem hafa tengsl við
samfélögin og grasrótina á hverjum
stað fyrir sig, markmiðið er að aðlaga
baráttuna fyrir mannréttindum að
aðstæðum hverju sinni. Sem dæmi um
slík verkefni má nefna 350 milljóna króna
verkefni sem stendur vörð um réttindi
hinsegin fólks í Mjanmar, El Salvador,
Hondúras og Máritíus. Eins hratt ESB
af stað verkefni sem vinnur að þjálfun
og valdeflingu hinsegin aðgerðasinna
í Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Perú.
Sendinefnd ESB í Suður-Afríku hefur einnig
komið á laggirnar starfshópi í samstarfi
við þarlent dómsmálaráðuneyti, en
hópurinn vinnur að samantekt á stöðu
mannréttinda í landinu og hefur eftirlit
með mannréttindabrotum gegn hinsegin
fólki. Jafnframt stofnaði ESB sérstakt teymi
í Rúanda sem stendur vörð um hinsegin
aðgerðasinna á svæðinu og ver þá fyrir
áreiti og ofbeldi. Þetta eru einungis
nokkur dæmi um þau fjölbreyttu verkefni
sem ESB er stolt af því að sinna í samstarfi
við aðgerðasinna og stjórnmálafólk.
Við erum líka vel meðvituð um að það er
víða pláss fyrir umbætur heima við. Gott
dæmi um verkefni sem snúa að aðstæðum
innan ESB er skýrsla um herferðir
upplýsingafölsunar um hinsegin fólk, en sú
skýrsla var framkvæmd fyrir Evrópuþingið.
Skýrslan kortleggur upplýsingaóreiðu
sem beinist að hinsegin fólki og greinir
hvaðan hún kemur og hvernig hún dreifist
innan ESB – markmiðið er að berjast gegn
herferðunum, dreifa staðreyndum í stað
uppspuna og standa vörð um hinsegin fólk
innan ESB.
Jafnréttisbaráttunni er aldrei lokið. Að
standa vörð um og bæta réttindi hinsegin
fólks um allan heim krefst tíma og orku
og hefur ESB skuldbundið sig til árangurs í
þeim efnum. Fyrir hönd sendinefndar ESB
á Íslandi er það sannur heiður að styðja
við bakið á Reykjavík Pride 2022.
The European Union is committed to
a true Union of Equality. We believe
that diversity makes societies stronger.
Promoting equality can take many
different forms, and supporting LGBTQIA+
rights - one of the essential pillars of
equality - is very close to our heart.
As we celebrate pride in Iceland, it is
imperative that we do not lose sight of the
situation in many other countries of the
world, where proudly hoisting a rainbow
flag is simply not an option, even in 2022.
Over the past years, the EU has engaged
in diplomatic as well as practical efforts
in many countries where LGBTQIA+ rights
are limited, and where individuals as well
as human rights’ defenders face social
stigma or persecution. To this end, EU
Delegations have cooperated with local
LGBTQIA+ activists to decide the best
way to improve human rights in respect
of the local context. As an example, I can
mention a 2.5 million EUR (350 million
ISK) programme to protect and defend
the rights of queer people in Myanmar, El
Salvador, Honduras, and Mauritius; or a
regional programme focused on training
and empowering LGBTQIA+ rights activists
in Bolivia, Colombia, Ecuador, and Peru.
In South Africa, the EU Delegation jointly
with the South African Department of
Justice launched an LGBTQIA+ task force
to review the situation of human rights in
the country, and to monitor violations of
the rights of queer persons. In Rwanda,
the EU offers a rapid response mechanism
to protect individual LGBTQIA+ rights
defenders vulnerable to violence or
harassment. These are just some
examples of the many ongoing projects
the EU is proud to be a part of, in close
cooperation with local activists and
political actors.
At the same time, we also recognise that
there is always room for improvement
closer to home. A good example of some
of our internal work is a recent report
on disinformation campaigns about
LGBTI+ people in the EU, produced for
the European Parliament. The report
identifies the types of disinformation
being spread and their sources, so that we
can better fight them, offer facts instead
of fiction, and protect LGBTQIA+ persons
in the EU.
The work towards true equality is never
completed. Protecting, improving, and
safeguarding the rights of LGBTQIA+
people all over the world is an ongoing
mission that requires time and energy.
The European Union has a strong
commitment to this mission. On behalf of
the EU Delegation to Iceland, I am proud
to support the 2022 Reykjavík Pride.
Lucie Samcová - Hall Allen
sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi
Ambassador of the European Union to
Iceland