Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 10

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 10
„Viltu typpi í rass?“ Spurning sem er hugsanlega ekki við hæfi að hafa eftir á prenti í virðulegu tímariti sem þessu en engu að síður nauðsynlegt því þetta er spurningin sem skóp sigur Lady Zadude í dragkeppni Íslands sem fór fram í Tjarnarbíó í maí sl., og það á sjálfan uppstigningardag. Keppendur buðu upp á sannkallað hlaðborð af fjölbreyttum atriðum. Twinkle Starr opnaði keppnina með kröftugum flutningi á standardinum My Way og gaf „croonerum“ þessa heims ekkert eftir. Tókst atriðið svo vel að Twinkle hlaut þriðja sætið í keppninni. Keppnin var fjölbreytt og svona til þess að undirstrika fjölbreytileikann í þessari keppni saumaði næsti keppandi á svið eftir frú Twinkle Starr í magann á sér með nál og tvinna. Það þótti heldur óvenjulegt enda barst kliður um salinn og einstaka vein heyrðust meðal áhorfenda. Lola Von Heart hreppti annað sætið í keppninni. Lola mætti í fögrum, rauðum kjól og var greinarhöfundur hreinlega ekki viss um hvort þarna stæði Sigga Beinteins endursköpuð úr Eurovision 1990 eða Lola, því kjóllinn minnti mjög á fræga kjólinn hennar Siggu. Lola er greinilega lunkinn dansari en hún steig óaðfinnanleg spor á sviðinu sem, eins og áður sagði, skilaði henni silfrinu í keppninni í ár. En það sem skóp sigurinn var eilífa spurningin sem flestir hommar kannast við, ertu toppur eða botn? Vilhjálmur Ingi Vilhjálms eða Lady Zadude spurði þessarar spurningar í frumsömdu lagi og texta sem sló vægast sagt í gegn, því ekki nóg með að hún næði sér í titilinn Dragdrottning Íslands heldur hlaut hún titilinn vinsælasta stúlkan, eða „fan favourite“ og þreyttist Lady Z ekki á að minna fólk á það eftir keppnina. Það er ljóst að þessi drolla er komin til að vera og verður hún áberandi á Hinsegin dögum í ár. „Lady Zadude hefur verið að þróast og gerjast í nokkur ár, eða frá því ég fór í drag fyrst. Líkt og allir dragskemmtikraftar, ögrar hún kynjanormum samfélagsins, það eitt og sér er mér afar hugleikið og mikilvægt,“ sagði Vilhjálmur Ingi, sem er alltaf kallaður Villi, þegar hán var spurt út í karakterinn eftir sigurinn í Tjarnarbíói. „Hennar sérkenni er lifandi flutningur á þekktum lögum með breyttum textum sem segja frá hinsegin veruleika, frá hennar sjónarhorni að sjálfsögðu. Það getur nefnilega enginn Nálar, söngur, glimmer og typpi í rass í Tjarnarbíói 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.