Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 18

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 18
STJÖRNUSPEKIHORNIÐ HÖFUNDUR: HEL ADA HRÚTUR Jæja, elsku hrútur. Við vitum vel að þú ert stóra barnið í stjörnuþokuættinni og hagar þér eftir því. Þú býrð yfir miklum krafti og metnaði í lífinu. Það hefur reynst þér vel en á sama tíma hugsar þú lítið um glundroðann sem þú átt til að skilja eftir þig og hin stjörnumerkin þurfa svo að leysa úr. Það þarf ekki að snapa slag við alla. Stundum þarftu að velja bardagana sem skipta máli og hunsa aðra. Okkur hinum er samt ekki illa við þig þótt það kunni að hljómi svo. Við erum bara að bíða eftir að þú áttir þig á hvort viljir vera top, bottom eða switch frekar en þessi óreiða sem þú kallar fram í núverandi formi. Því um leið og þú áttar þig á hver þú ert þá getum við hin mögulega boðið þér betri hluti. Eins og oft á við um börn hrjáir þig eitthvert óþarfa stolt sem leyfir þér stundum ekki að brjótast út úr forminu. Þessi stirðleiki er þér ekki til framdráttar, þú þarft að leyfa þér að fara út á dansgólfið og vera smá lúði, eins Elton John. Ekki reyna að vera töffari eða einhver frumkvöðull, hreyfðu bara skankana eftir taktinum í mislitum sokkum án þess að spá hvað aðrir hugsa, vertu þú sjálft. Þannig skapar þú þér sérstöðu. Frægir hrútar: Elton John, Mariah Carey, Lady Gaga, Lee Pace, Andrea Jónsdóttir Jú, jú, fólk mun mögulega særa eða skilja þig eftir á dansgólfinu, en einungis þannig lærir þú á lífsins leik og hvað það er að vera hýr í hjarta, hljóði og verki. Ég veit að það er oft mjög erfitt að breyta til og segja bless við gamlan vana og þægindi en þú þarft að prófa það sem lífið hefur upp á að bjóða. Ananas á pizzu hljómar kannski illa í eyrum þínum en þú veist ekki hvort þú fílir það nema þú prófir. Sama á við um samneyti karla, kvenna og kvára og allt það sem þú getur notið með því. Því ég vil ekki að þú hættir að vera nautnadýr. Ég vil bara að þú stígir út úr rammanum og leyfir þér að njóta með einhverju öðru en leikfangakistunni. Fræg naut: Kelly Clarkson, Cher, George Takei NAUT Elsku nautið mitt, legðu nú frá þér víbradorinn og kíktu út í garð með fólki. Þú átt svolítið til að loka þig af í þínu örugga umhverfi og missa af öllu því sem heimurinn og annað fólk hefur upp á að bjóða. TVÍBURAR Þú ert bölvaður táningur og glyðra, en það er það sem við elskum við þig. Þú virðist til í flest allt en á sama tíma ertu ekkert að pæla of mikið í framtíðinni því þú ert fiðrildi mannlegu holdi klætt. Af öllum stjörnumerkjunum þá ert þú það merki sem er líklegast til að hafa deitað helminginn af því fólki sem er á skrá í Samtökunum ‘78 og þar af leiðandi hafa allir einhverja sögur að segja af þér, sumar góðar og aðrar slæmar, en eins og með allt annað þá lætur þú það eins og vind um eyru þjóta. Því fyrir þér er lífið núna. Þú þarft samt að læra að bera ábyrgð ef þú ætlar að byggja eitthvað fallegt með öðru fólki. Eins falleg og fiðrildi geta verið þá er líf þeirra stutt og auðgleymt og þess vegna þarftu að byggja eitthvað sem endist til frambúðar, hvort sem það er með manneskju eða einhvers konar “polycule”. Því ég vil ekki að þú hættir að vera táningur í hjarta. Einungis að þú lærir að bera ábyrgð á meðan þú dansar inn í nóttina á Kiki. Frægir tvíburar: Sir Ian McKellan, Laverne Cox, Anderson Cooper KRABBI Jæja, elsku besti krabbi. Það er kominn tími á að þú hættir að vera svona passíf- aggressíf manneskja og bara standir upp fyrir sjálfu þér. Þú ert stundum svo upptekið við að smíða einhvers konar fjölskyldu að þú gleymir að þú átt nú þegar vini og stærri hinsegin fjölskyldu sem þú getur notið þín með. Þú þarft að leyfa þér að sletta úr klaufunum og fá þér dýran bjór á barnum á meðan fólk rennir til þín hýru auga. Þú þarft ekki að sjá fyrirþér heila framtíð með manneskju sem þú hittir rétt í þessu. Stundum er bara nóg að kynnast fólki létt og halda áfram án þess að pæla í endalausu „hvað ef”. Lífið er rússíbani og tilgangslaust að hugsa um hvert hann leiðir. Þú þarft líka að leyfa þér að finna fyrir þeim tilfinningum sem bærast innra 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.