Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 27
Doctor Carlton
@doctorcarlton
Endaþarmsmök 101,
kynsjúkdómar og ýmsar
hugmyndir af skemmtilegu
og öruggu kynlífi. Dr.
Carlton er giftur hommi
með tvö börn og vinnur
sem meltingafæralæknir. Í
heimsfaraldrinum datt hann
inn á tiktok og áttaði sig á
því að það var mikil vöntun á
fræðslu um endaþarmsmök.
Instagrammið hans er bæði
skemmtilegt og fræðandi.
Rebecca Minor
@gender.specialist
Rebecca er félagsráðgjafi
sem hefur síðustu fjórtán ár
helgað sig vinnu með trans
og kynsegin ungmennum
og fjölskyldum þeirra.
Instað hennar er uppfullt af
fróðleik sem er settur fram
á mannamáli. Sjálf er hún
hinsegin Gyðingur. Rebecca
leggur mikla áherslu á að allt
sem hún gerir sé áfallamiðað.
leggur áherslu á að auka reisn
jaðarsetts fólks, sérstaklega
svarts trans fólks. Hún er
fyrrverandi framkvæmdastjóri
tímaritsins Out. Algjört gull
sem glóir skært.
Serqininguak
Ketura
@xsiqiniqx
Serqininguak er kynsegin
aktívisti, Inúíti frá Grænlandi
sem hefur vakið athygli á
hinsegin málum og málefnum
frumbyggja. Hán er listakvár
sem liggur ekki á skoðunum
sínum. Virkileg fyrirmynd sem
ég mæli með að öll fylgi.
Todd Baratz
@yourdiagnonsense
Vantar þig stundum að
heyra hlutina umbúðalaust?
Þarftu að láta afflækja/hrekja
mýtur og ráða úr furðulegu
regluverki sem gerir ekkert
annað en að flækja hlutina?
Todd, sem er kynlífs- og
sambandsráðgjafi, veltir við
hverjum steini þegar kemur
að sjálfinu og samböndum.
Hann er óhræddur við að
segja hlutina nákvæmlega
eins og þeir eru sem er
virkilega hressandi.
Matt Bernstein
@mattxiv
Ef þið eruð ekki að fylgja
Matt þá er kominn tími
til. Það er nákvæmlega
svona sem hægt er að nýta
samfélagsmiðla til að hafa
áhrif; með virðingu fyrir
sögu hinsegin fólks, dassi
af attitjúdi og hárbeittum
skilaboðum. Það er virkilega
hressandi og valdeflandi að
fylgja Matt.
Schuyler Bailar
@pinkmantaray
Schuyler er hvað þekktastur
fyrir að vera fyrsti opinberi
trans maðurinn til að keppa
í NCAA (National Collegiate
Athletic Association) sundliði
þar sem hann keppti fyrir
hönd Harvard. Á snilldarlegan
hátt nær hann að gera jafnvel
fjölbreytt og flókin málefni
aðgengileg og hrífandi.
Annie Segarra
@annieelainey
Þekkt fyrir frábæra YouTube-
rás þá gefur grammið ekkert
eftir. Líkamsvirðing, fötlun,
geðheilbrigði, hinsegin
málefni og lífið með krónískan
sjúkdóm. Instagrammið er er
fullt af fróðleik sem hreyfir við
manni á sama tíma og fatastíll
Annie er legendary, algjörlega
þess virði að fylgja.
Raquel Willis
@raquel_willis
Raquel Willis er aðgerðarsinni
af lífi og sál, rithöfundur
og fjölmiðlafræðingur sem
The Butch
Bourdoir Project
@butchboudoirproject
Ert þú butch? Eða elskar þú
bara butch týpur? Hér má sjá
butch fegurð í allri sinni dýrð
og það er nóg af dýrðinni!
Markmið reikningsins er að
auka sýnileika buch kvenna
og kvára.
Old Gays
@theoldgays
Ef ykkur vantar eitthvað
gott í hjartað þá eru gömlu
hommarnir það besta. Síðustu
ár hafa þeir verið með þætti
á YouTube sem eru með því
skemmtilegra þar sem þeir
bæði miðla af þekkingu sinni
og visku. Þótt stundum taki
þeir fyrir erfið viðfangsefni
er alltaf stutt í hláturinn og
gleðina.
SOAR OVER ICELAND IN REYKJAVÍK
Experience Iceland’s natural wonders as you hang
suspended before a 20-metre spherical screen,
feeling the wind in your hair and the mist on your
skin. Find this spectacular all-ages, all-weather ride
right in the heart of Reykjavik.
BOOK YOUR SEAT AT FLYOVERICELAND.COM
+354 527 6700 | info@flyovericeland.is | The Ultimate Flying Ride
Instagramhorn Unnsteins
Fræðarinn, pepparinn og kærleikskúturinn Unnsteinn er snúinn aftur með hið
stórkostlega meðmælahorn. Í ár beinir hann sjónum sínum að Instagram og því sem
það hefur upp á að bjóða en eins og hann segir sjálfur: „Instagram er eins og þinn eigin
persónulegi fræðsluvefur. Það er bara að velja rétta reikninga til að followa“.
27