Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 41
olíubrák sem liggur yfir öllu, nóg til að lægja stærstu öldurnar. En auðvitað allt of þunn til að halda aftur af kraftinum í djúpinu til lengri tíma, fari að hvessa duglega. Líklega getur enginn sem nýtur fullra mannréttinda sett sig 100% í spor þeirra sem ekki gera það. Gott dæmi um slíkt er regnboginn á Skólavörðustíg. Hann birtist þar á Hinsegin dögum, en árið 2019 var ákveðið að þarna skyldi hann vera framvegis. Regnboginn okkar átti við að regnbogann væri hvergi að sjá í þessum tillögum. Nema auðvitað við í hinsegin samfélaginu. Okkur var brugðið. Þegar við kölluðum eftir skýringum þá kom í ljós hversu þunn olíubrákin er. Fólk datt nánast hvert um annað í æsingnum að ryðjast fram á ritvöllinn og segja okkur að þetta væri sko ekkert mál, auðvitað yrði bara fundinn einhver annar staður fyrir regnbogann, hann væri æði, allir elskuðu hann og það væri sko fullt af öðrum stöðum í borginni þar sem hann að vera þarna um aldur og ævi! Ég man tilfinninguna, hún líktist einna helst öryggi. Tveimur árum síðar var ákveðið að endurhanna götuna, einmitt þar sem regnboginn okkar var. Það kom einhver fín tillaga en þá var enginn regnbogi lengur. Enginn hafði sagt hönnuðunum að þeir yrðu að reikna með regnboganum, því hann ætti að vera þarna um aldur og ævi. „Varanlega“ hlyti alla vega að þýða meira en 2 ár? Og reyndar virtist enginn kippa sér upp myndi sóma sér vel. Af því að þau gátu ekki sett sig 100% í spor okkar. Þau voru jákvæð, fordómalaus og sum þeirra ábyggilega umburðarlynd, hefðu þau verið spurð. En þau sáu bara ekki hversu sorglegt það var að þau hefðu ekkert leitt hugann að varanleika regnbogans okkar á Skólavörðustíg. Hversu sorglegt það var að þau hefðu talið hreint ekkert mál að flytja hann bara eitthvert annað, eins og það fagra og innihaldslausa skraut sem hann var í þeirra augum. Það vantaði þessi örfáu prósent upp á skilninginn. Af því að þetta eru ekki þeirra mannréttindi. Það vantaði sömu prósentin og gera mér auðveldara að anda þegar ég er innan um hinsegin fjölskylduna mína, þegar birtir og hlýnar. Auðvitað hefur margt batnað stórkostlega frá því við vorum nokkur að þreifa okkur áfram í fordómamyrkrinu. Miklu fleiri sjá ljósið núna. Eða hafa a.m.k. vit á að halda neikvæðum skoðunum sínum leyndum. En við megum ekki sofna á verðinum. Við megum ekki halda að réttindabarátta annarra hópa hinsegin fólks en þess sem við tilheyrum komi okkur ekki við. Við eigum að vera eins konar hinsegin NATO: Árás á eitt okkar er árás á okkur öll. Og þá tökum við öll til varna. Við sjáum öll hvernig ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks og þar er transfóbían mjög áberandi. Við sjáum eiginlegar, líkamlegar árásir, eins og skotárásina í Osló. Öllum þessum árásum verðum við að hrinda, í nafni okkar allra. “Our human rights are but a thin skin” Undirtitill á ensku: On the queer community then and now. “We didn’t know the words at the time, but all of us that fumbled out of the darkness at the time, we probably have some form of post-traumatic stress.” When the Icelandic queer community was young it was a small community of broken and scared people in their 20’s. People who grew up without the words to describe themselves. This varied group of young people turned to partying, talking, crying, fighting and drinking with each other for comfort. After every weekend they swore to do something different next weekend but every time they came back, because this was the only community they felt good in. Then the boys began to fall sick, and the community partied on. Memories from that time have come up regularly the last couple of years. The trauma and the stress never quite went away; the feeling of only being safe in the company of other queer people, no matter how nice others are, has lingered. The resurrection of these memories and feelings might be the result of seeing the hatred and lies once levied against us now being levied against other groups of queer people, trans people in particular. Many things are better now, many people can now see the light of our humanity, and others have the good sense to hide their disdain. But we must continue to fight together and view hatred and attacks on one part of the queer community as an attack on all of us. Í hvert sinn sem ég hitti dásamlegu hinsegin vinina mína þá léttir af mér fargi sem ég hafði ekki áttað mig á að lægi á mér. Ég get andað dýpra en áður, það er bjartara, hlýrra 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.