Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Qupperneq 63
Árið 2017 hlaut Fríða
Agnarsdóttir heiðursmerkið
fyrir óeigingjörn störf í þágu
félagsins. Fríða hafði um árabil
setið í stjórn félagsins, haft
umsjón með regnbogasal
Samtakanna ‘78 og mannað
barinn á opnum kvöldum.
Hún hafði stýrt, stokkið til,
aðstoðað, ráðlagt, skúrað og
allt þar á milli. Segja má að á
vettvangi Samtakanna ‘78 hafi
Fríða unnið ósýnilegt ævistarf
en það er engu að síður
mikilvægt starf. Samtökin ‘78
væru ekki þau sem þau eru
í dag ef ekki hefði verið fyrir
dýrmæt störf Fríðu, sem þó
voru oft unnin í sjálfboðavinnu.
Guðrún Ögmundsdóttir hlaut
heiðursmerki Samtakanna
‘78 árið 2019 fyrir þrotlausa
baráttu, m.a. fyrir jöfnum
hjúskap samkynja para.
Guðrún, eða Gunna eins og
mörg okkar kölluðum hana,
sat á þingi árin 1999-2007 og
var þar einn helsti erindreki
hinsegin fólks. Það var meðal
annars fyrir tilstilli Gunnu
að frumvarp sem færði
okkur fullan hjúskaparrétt,
ættleiðingarrétt para af sama
kyni og rétt allra kvenna til
tæknifrjóvgunar varð að lögum
árið 2006. Þótt kirkjan stæði
enn utan við þessi lög var
þetta mikilvægur áfangasigur
fyrir hinsegin fólk á Íslandi og
til marks um eldmóð Gunnu
á sviði mannréttinda. Guðrún
var heiðruð fyrir að vera
fyrirmyndarbandamaður, vinur
og baráttukona.
Heiðursmerki Samtakanna
‘78 var veitt Jóhönnu
Sigurðardóttur, fyrsta
opinberlega samkynhneigða
forsætisráðherra heims, árið
2021. Þegar Jóhanna varð
forsætisráðherra árið 2009
þótti það ekki endilega
tiltökumál hér heima að hún
væri lesbía en enginn skyldi
efast um mikilvægi þessa
áfanga í baráttu hinsegin fólks
á heimsvísu. Í Jóhönnu fékk
hinsegin fólk sterka fyrirmynd
sem fór í opinberar heimsóknir
um víða veröld með konu sinni
og braut hvert glerþakið á
fætur öðru. Það var því sérlega
sælt að ein hjúskaparlög
voru að endingu samþykkt í
forsætisráðherratíð Jóhönnu
og að þær Jónína hafi verið
með fyrstu samkynja pörunum
til að ganga í hjónaband eftir
gildistöku þeirra. Það skiptir
máli hver ræður. Með tilvist
sinni og samfélagsstöðu hefur
Jóhanna haft áhrif á sjálfsmynd
ótal hinsegin fólks.
Nú síðast í vor hlaut Einar
Þór Jónsson heiðursmerki
Samtakanna ‘78 fyrir
samtvinnaða baráttu sína
fyrir réttindum HIV jákvæðs
fólks og hinsegin fólks á
Íslandi. Einar Þór var einn
fyrsti Íslendingurinn til að
tala opinskátt um líf sitt með
HIV undir nafni. Þetta var
fyrir þrjátíu árum og alla tíð
síðan hefur Einar Þór verið
hluti af forystu HIV jákvæðra
á Íslandi. Saga HIV á Íslandi
er samofin sögu Samtakanna
‘78. Með jákvæðni, æðruleysi
og þrautseigju hefur Einari og
samstarfsfólki hans tekist að
snúa viðhorfi almennings til
HIV. Fyrir samfélag hinsegin
fólks er ævistarf Einars Þórs
hvalreki sem seint verða gerð
almennileg skil.
Þau eru fjölbreytileg handtökin
í sögu hinsegin fólks á Íslandi.
Hver ævi einstök, hver sigur
mikilvægur og ekkert unnið
eitt síns liðs. Samtökin ‘78
standa í þakkarskuld við
fjölmargt fólk og ég vona að
ég fái tækifæri til að smella
litlu barmmerki í vel valið
hnappagat við tækifæri. Það
er í senn það minnsta og
mikilvægasta sem ég get gert.
Samtökin ‘78’s badge of
honour
Samtökin ‘78, the national queer
organization of Iceland, award a
badge of honour to “individuals
who have made a great impact
in the fight for human rights for
queer people, be that in politics,
social issues, or behind the
scenes.” In the last five years the
badge has been awarded four
times: to a lifelong volunteer
with Samtökin ‘78 Fríða
Agnarsdóttir, politician Guðrún
Ögmundsdóttir, former prime
minister Jóhanna Sigurðardóttir,
and HIV/AIDS activist Einar Þór
Jónsson. The opportunity to
thank people for their hard work
is important to organizations
such as ours and we are thankful
for the opportunity to do so.
63