Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2022, Síða 79
framvegis. Haltu þig innan í
karlmennskukassanum, annars ertu ekki
alvöru karlmaður heldur kjelling (lesist:
aumingi). Samfélag sem á ennþá erfitt
með að karlmenn gráti á langt í að
samþykkja karlmenn sem falla ekki inn í
þessa kynjatvíhyggjuforskrift „ alvöru
karlmennskunnar“. Sorglegt en satt.
Fjandans tvíhyggjan
Mannlegt samfélag er gegnsósa í
tvíhyggju. Karl eða kona, sterkur eða
veikur, gott eða slæmt, sannleikur eða
lygi, hugsjón eða raunveruleiki, hvítt eða
svart, annaðhvort eða. En fólk er bara
ekkert svona! Tvíhyggjan er beinlínis
hættuleg einföldun þegar kemur að
margbreytileika mannlegrar tilveru.
Ein lífseig mýta um tvíkynhneigð er að
hún sé hluti þessarar tvíhyggju, að aðeins
sé laðast að tveimur kynjum. En neeeei
börnin góð, sko þetta virkar einmitt ekki
svona.
Þetta er djúsí mistúlkun á orðinu
tvíkynhneigð, en það vísar í raun til sama
kyns og annarra, svona og hinsegin.
Tvíkynhneigð er rómantískur og/eða
kynferðislegur áhugi á fólki af fleiri en
einu kyni: fleira en eitt - ekki bara tvö.
Þannig hefur kynsegin fólk og trans fólk
alltaf verið inni í tvíkynhneigðarmenginu
en ekki utan við það.
Línan milli tvíkynhneigðar og
pankynhneigðar er því frekar spurning
um persónulega upplifun fólks en
hugtakaskilreiningar. Ég hefði hugsanlega
notað pankynhneigður um sjálfan mig ef
ég væri heldur yngri, en tvíkynhneigð er
hugtakið sem ég pældi í og þvældist með
árum saman og passar mér best.
Og er ekki málið með merkimiðana að ef
þú finnur þann sem lýsir því hver þú ert
og passar við þína upplifun, notaðu hann
þá. Oftar en ekki er það eitthvert
utanaðkomandi fólk sem þykist vita betur
en við hvernig við upplifum okkur sjálf og
reynir að segja okkur hvað við megum
eða eigum að vera. En það er alveg skýrt
að þann rétt hefur enginn nema við sjálf.
Hvergi er þetta mikilvægara en í hinsegin
samfélaginu. Þar hafa viðhorf til
tvíkynhneigðra því miður sveiflast
töluvert á undanförnum áratugum en á
síðustu árum hefur viðhorfið hér á landi
tekið miklum framförum og rétt að þakka
Samtökunum ‘78 fyrir að hafa opnað
faðminn og stuðlað að bættum
viðhorfum. Það er gríðar mikilvægt að allt
regnbogasamfélagið á Íslandi eigi eitt
sameiginlegt heimili. Við þurfum ekki að
vera sammála um allt en það skiptir máli
að við séum sterk og sameinuð út á við.
Það sem enginn sér
Sýnileikinn er í senn samvinnuverkefni
okkar allra og ótrúlega flókin og
persónuleg áskorun fyrir hvert og eitt
okkar. Hér á landi eigum við að geta aukið
hann – ég ætla ekki að segja óhrædd – en
að minnsta kosti með töluvert meira
sjálfstrausti og möguleika á viðurkenningu
en allt of margir allt of víða annars staðar í
heiminum, þar sem sýnileikinn er jafnvel
lífshættulegur. Þrátt fyrir mörg jákvæð
skref er sýnileikinn hér á landi enn
takmarkaður og viðhorf og viðurkenning
samfélagsins ennþá mjög mismunandi
gagnvart hópum hinsegin samfélagsins.
Gagnvart sumum þeirra, sérstaklega
kynsegin og trans fólki, verður samfélagið
okkar sér til skammar daglega. Það eru
enn svo miklir fordómar að sigra, svo
margar hindranir að rífa niður. Baráttan
hefur því miður engan fyrirsjáanlegan
endapunkt.
Réttindi fólks verða ekki til af sjálfu sér.
Besta leiðin til að einfalda þeim lífið sem
vilja ekki viðurkenna réttindi hinsegin
fólks er að við séum ósýnileg. Fyrir þann
hóp er það þægilegasta staðan, hin
ósýnilegu þurfa hvorki virðingu né
réttindi, næsta mál á dagskrá.
Þess vegna verðum við öll að fagna
auknum sýnileika allra hópa í hinsegin
samfélaginu. Við eigum að lyfta hvert öðru
upp, hvetja og hrósa hvert öðru og
hjálpast að við að auka sýnileika hvers
annars. Það að einn hópur hinsegin fólks
fái að skína bjartar um stund varpar
engum skugga á aðra. Þvert á móti lýsir
það enn frekar upp sameiginlega veröld
okkar allra.
Þegar ég sé grein, umfjöllun eða viðtal við
eikynhneigða eða trans fólk þá fagna ég,
bæði fyrir þeirra hönd og mína. Þegar ég
sé áberandi homma og lesbíur í framlínu
baráttunnar fyrir auknum réttindum þá
fagna ég, bæði fyrir þeirra hönd og mína.
Þegar ég sé Samtökin ‘78 viðurkenna lítið
sýnilega hópa hinsegin fólks þá fagna ég,
bæði fyrir þeirra hönd og mína.
Því barátta alls þessa fólks og allur
sýnileikinn sem það skapar stækkar líka
minn hóp í samfélaginu. Þó að okkur vanti
sérstaklega meiri sýnileika tvíkynhneigðra
á öllum sviðum þá minnir sýnileiki annarra
hinsegin hópa samfélagið á að
heteronormið er ekki algilt. Að samfélagið
verður að taka tillit til og virða alla hópa
hinsegin fólks sem eru hluti af því. Eða,
svona til að vera raunsær, þröngvar
samfélaginu að minnsta kosti til að horfast
í augu við tilveru okkar.
Og er það ekki einmitt tilgangurinn með
hinsegin dögum og gleðigöngunni? Fátt
þröngvar tilveru okkar betur upp á
samfélagið en nærri hundrað þúsund
manns undir allskonar regnbogafánum í
miðbæ Reykjavíkur. Að það hafi tekist að
fá nærri fjórðung samfélagsins til að
fagna tilveru okkar með okkur í
skrúðgöngu um miðborgina er ótrúlegt.
Ég hef tekið þátt í að fagna
gleðigöngunni í fjöldamörg ár, en á
þessu ári ætla ég í fyrsta sinn að ganga
alla leið í göngunni sjálfri og veifa til
fólksins míns á sínum stað á
Fríkirkjutröppunum.
Ég vonast til að sjá sem flesta
tvíkynhneigða í göngunni í ár og úti í
samfélaginu í framtíðinni. Við berum ekki
ábyrgð á sýnileikanum ein og sér en
hann byrjar hjá okkur. Sjáumst!
Bisexuality and visibility
When coming out as bisexual Jóhannes,
who has been with his wife for 30 years,
has had to contend with a few of the
stereotypes of bisexual people still
prevelent in society. The ideas that bi
people are incapable of being in exclusive
committed relationships and that bi men
are just in denial about being gay are the
ones he has had to face. Some of the
stereotypes are harmless fun that the
community can joke about between
ourselves but others can become quite
tiring as is having to come out repeatedly.
Bi erasure is one of the biggest challenges
bisexual people face, and the sad fact is
that it occurs both without and within the
queer community. Bi erasure is connected
to the patriarchy via the assumption that
all bi people prefer and end up with men.
Visibility is at once our shared project and
responsibility and a very personal project.
Here in Iceland we should be able to
increase queer visibility and representation
with confidence, self-esteem, and a
reasonable expectation of acceptance.
Increased visibility for every group under
the queer umbrella should be celebrated
and hopefully we will see a lot of bi people
in the pride parade and in society at large
in the future.
79