Úrval - 01.10.1945, Side 6
4
tjRVAL
fjörleg hrísgrjónaskeffa getur
kostað kínverskan bónda raeira
strit og fórnir en nýtízku skrið-
dreki kostar vélsmiðinn í
Detroit. Fjárupphæðirnar verð-
ur að bera saman við auðævi
landsins til að finna raunveru-
legan kostnað.
Þetta er unnt að gera með
tvennu móti: Annað er að bera
saman eyðslu til hernaðarþarfa
við alla framleiðslu landsins
fyrir stríð. Hernaðarútgjöld
Bandaríkjanna í sex ár jafn-
gilda hér um bil tveggja ára og
þriggja mánaða heildarfram-
leiðslu þeirra. Sex ára útgjöld
Breta jafngilda allri þjóðar-
framleiðslunni um hér um bil
tveggja ára ogtíumánaðaskeið.
Sex ára stríðsframleiðsla hefir
kostað Bandaríkjaþjóðina upp-
hæð, sem jafngildir venjulegum
27 mánaða þjóðartekjum, en
Breta 34 mánaða.
Önnur leið er sú að rannsaka,
hvemig lífskjör hafa breytzt.
Þar getur að líta mest áberandi
mótsetningarnar. Þar sem út-
gjöld brezku þjóðarinnar til
eigin þarfa (það er að segja
þess alls, sem hún þarf til lífs-
viðurværis) hefir lækkað um 17
af hundraði, hefir eyðsla Banda-
ríkjanna til eigin þarfa aukizt
að 19 hundraðs hlutum, og var
hún þó upphaflega meiri en hjá
Bretum. Þetta er annað krafta-
verkið. Bandaríkjamenn hafa
ekki einungis framleitt óhemju
kynstur af hergögnum, og gert
út geysi stóra heri til að berj-
ast með þessum vopnurn, held-
ur hafa þeir einnig um leið lif-
að betra lífi.
Hvernig hefir kraftaverkið
gerzt? Svarið við þeirri spurn-
ingu er framleiðslan. Á víg-
stöðvum hagfræðinnar getur
þjóð barizt með þrennu móti. I
fyrsta lagi er hægt að rýra lífs-
kjörin, og leysa þannig til
stríðsþarfa nokkuð af mönnum
og tækjum, sem þjóna þörfum
fólksins á friðartímum. Þjóðin
getur líka haldið við veltufé og
lánstrausti með því að taka er-
lend lán, draga úr birgðasöfn-
un og því um líku. 1 þriðja lagi
getur hún lagt meira að sér við
vinnu og framleitt meira. Þessi
þrjú ráð hafa verið höfð í Bret-
landi í nokkuð svipuðum hlut-
föllum. Hlutföllin eru 5:7:8. í
Bandaríkjunum hefir hins veg-
ar verið farin aðeins ein leið.
Framleiðslan hefir verið aukin.
Árið 1939 var verðgildi heildar-
framleiðslu og þjónustu Banda-
ríkjanna 88 billjónir dollara.