Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 9
EINBEITTU HUGANUM
7
að leyfa huganum að flökta
öðru hvoru frá því, eins og
flest okkar gera.
Ef til vill hefir mönnum
aldrei riðið meira en nú á því,
að geta einbeitt sér í ákveðna
átt, hvort sem um skemmtanir
eða skyldustörf er að ræða.
Þessi öld er öld glundroða og
truflana, við erum sífellt að
verða fyrir truflunum af síman-
um, af kunningjum okkar, af
hávaðanum í kringum okkur og
af óstyrk og sveimhygli okkar
sjálfra. Stöðugt er krafizt fleiri
og fjölbreytilegri starfa við
ytri aðstæður, sem eru óhag-
stæðar miðmögnun hugans. En
jafnframt verður hún æ meira
skilyrði fyrir velgengni einstak-
lingsins í sérhæfingarsamfélagi
okkar. Miðmögnun eða einbeit-
ing hugans er ekki áríðandi ein-
ungis þegar um störf okkar er
að ræða, heldur er getan til
hennar einnig skilyrði frjórrar
andlegar starfsemi. Jafnvel hið
eftirsóknarverðasta af andleg-
um viðfangsefnum verður í aug-
um okkar að innihaldslausum
og flóknum óskapnaði, ef við
erum ekki búin getu til að velja
eitthvað ákveðið úr og njóta
þess til hlítar.
Sé mannshuganum beitt af
leikni, getur hann afrekað hina
furðulegustu hluti. Macauly lá-
varður, hinn enski sagnfræðing-
ur, hafði þann sið að lesa bók á
gönguferðum sínum gegnum
mannhafið á götum Londonar.
Þegar hann var búinn að lesa
blaðsíðuna einu sinni yfir, gat
hann þulið hana utanbókar.
Slík afrek virðast fljótt á litið
vera ofurmannleg. Þú ypptir
ef til vill öxlum að þeim og
þakkar þau snilligáfu, sem
þú hafir ekki. En er það nú al-
veg áreiðanlegt? Plestum and-
lega heilbrigðum mönnum er
þessi gáfa ásköpuð, munurinn
sem á þeim er, er einkum fólg-
inn í misjafnri beitingu hennar.
William James,faðir nútíma sál-
fræðinnar, sagði að munurinn á
snillingi og meðalmanni væri
ekki fólginn í áskapaðri heila-
gerð, heldur í því, að hvaða við-
fangsefnum og í hvað tilgangi
þeir einbeittu huganum, og hve
langt þeir kæmust í einbeitn-
ingu hans.
Við höfum öll hæfileika til
einbeitingar, þar til við leyfum
honum að tærast upp. Athugum
hið svonefnda „eftirtektar-
leysi“ barna. Aldous Huxley
segir, að öll börn séu snillingar
fram að tíu ára aldri. Athugum