Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 10
s
'ORVALi
hve börn geta steingleymt
sjálfum sér yfir skemmtilegri
bók, eða orðið gersamlega við-
bundin nýju viðfangsefni! Þeg-
ar svo stendur á, snuprum við
þau ef til vill fyrir að taka ekki
eftir orðumokkar.Enþá eru þau
í raun og veru að einbeita huga
sínum að einhverju efni, sem í
þeirra augum skiptir máli, og
við ættum sannarlega ekki að
spilla hinum blessunarríka
hæfileika þeirra til að hafa
ósvikinn áhuga á einhverju.
Einbeiting er ekki óeðlilegt
ástand, andstæð eðlishneigðum
okkar. Prófessorinn, sem alltaf
er viðutan, er, þegar öllu er á
botninn hvolft, aðeins venjuleg-
ur maður, sem ekki hefir glatað
snilligáfu barnsins, einlægum
áhuga á starfi sínu. Ég hefi séð
Josiah Royce, frægan pró-
fessor og heimspeking í Har-
ward, standa verjulausan í
dynjandi rigningu úti í Har-
wardgarðinum, og tala um há-
spekileg efni við regnklæddan
stúdent, sem árangurslaust
reyndi að losna. Royce hafði
ekki hugmynd um að það ringdi.
Við gátum ekki stillt okkur um
að hlæja að þessu, en gerðum
okkur einnig ljóst það sem allur
hinn menntaði heimur viður-
kenndi, að Royce hefði náð afar
miklum vitsmunaþroska og
valdi á viðfangsefnum sínurn.
Þeim þroska náði hann fyrir til-
verknað hinnar sömu áköfu
einbeitingar, sem gerði hann
ónæman fyrir ytri aðstæðum,
er nægt hefðu til að dreifa hugs-
unum flestra annarra.
Farðu á fund einhvers, sem á
velgengni að fagna og er öðr-
um mönnum fremri á einhverju
sviði. Reyndu að trufia hann,
þegar hann er að starfi sínu.
Vinir George Grey Barnard,
sem talinn hefir verið einn mesti
myndhöggvari Bandaríkjanna,
urðu oft undrandi á því, að
hann hreint og beint sá þá ekki,
er þeir komu inn í vinnustofu
hans, þegar hann var að verki.
Ef við forðumst að verða niður-
sokkin í störf okkar, er alls
ekki hægt að vænta fyllsta
árangurs.
Auðvitað er leyndardómur
þess hæfileika, að leiða utanað-
komandi truflanir hjá sér,
fólginn í því, að hafa ákafan
áhuga. Slíkur áhugi skapar
athygli eins örugglega og tré
ber ávöxt, og einbeitingin
kostar þá enga áreynslu.
Títt mun vera að þetta tvennt,
áhugi og einbeiting hafi jákvæð