Úrval - 01.10.1945, Síða 14
12
ÚRVAL
choríu í austri sem um Pólland
í vestri, að Sovétríkjunum er
nauðsynlegt að þar sitji að völd-
um stjórnir þeim vinveittar. Að
því er varðar Pólland, flutti
Stalín marskálkur verndar-
svæði Sovétríkjanna allmikið
til vesturs og studdi til valda
pólska stjórn, vinveitta Rúss-
um, mjög gegn vilja banda-
manna sinna, Breta og Banda-
ríkjanna. Það er mjög senni-
legt að sami háttur verði upp
tekinn að því er varðar Man-
chúríu.
Hvað gera Bandaríkin ?
Á Kairó ráðstefnunni kröfð-
ust Bretland og Bandaríkin
þess að Manchúría yrði sett
undir yfirráð Chiang stjórnar-
innar að stríði loknu. Bretland
og Bandaríkin eru fyllilega
sammála Chiang Kai-Shek um
nauðsyn þess að Kína ráði yfir
Manchúríu, bæði af þjóðhags-
legum og hernaðarlegum ástæð-
um. Rök Chiangs eru þessi:
Sögulega séð er Manchúría
kínversk og níu tíundu hlutar
þjóðarinnar eru kínverskir. All-
ir Kínverjar eiga að lúta einni
stjórn. Kínverjar hafa þörf fyr-
ir matvælaframleiðslu Man-
chúríu. Iðnaður Kína er í rúst-
um eftir styrjöldina, en iðnað
Manchúríu hefir lítið sakað.
Manchúría á þess vegna að
hjálpa Kína til þess að rétta við.
Rússar eru næsta fámálir um
brezk-amerísku tilkynninguna
um það að Manchúría eigi að
lúta stjórn Chiang Kai-Shek.
Þeim finnst sér sennilega ekki
síður misboðið en Bandaríkjun-
um myndi finnast ef eitthvert
erlent stórveldi kvæði á um það
hvaða stjórn skyldi sitja að
völdum í Mexico eða Kúbu.
Innanlandsskærur eiga sér
þegar stað í Sinkiang, vestasta
héraði Kína. Rússar fylgjast
vel með gangi mála vegna hags-
muna sinna í Sovét Turkestan
og Ytri Mongólíu og Bretar
vegna hagsmuna sinna í Kash-
mir og Tibet. Bandaríkin fylgj-
ast einnig með af áhuga, því að
úrslitin þar kunna að spá um
lyktir valdabaráttunnar um
Manchúríu og Kína.
Sá orðrómur var nýlega uppi
í Washington að Molotov, utan-
ríkismálaráðherra Sovétríkj-
anna, hafi tjáð Stettenius og
Eden í San Francisco að Rúss-
ar myndu taka þátt í styrjöld-
inni gegn Japan ef Bretland og
Bandaríkin viðurkenndu rétt
Sovétríkjanna til hluta af Man-
chúríu. Stettenius hve hafa