Úrval - 01.10.1945, Side 16
14
ÚRVAL
ang Kaj-Sheks er fulltrúi auð-
mannastéttarinnar og nýtur
hún stuðnings Bandaríkjanna
og Bretlands. í norður Kína eða
Sovét Kína er stjóm Mao Tse-
tung, áþekk Lublin stjórninni í
Póllandi, og hefir hún Sovétrík-
in að bakhjarli.
Mao hefir verið líkt við Tito
marskálk í Yugoslavíu en sum
rússnesk blöð líkja Chiang Kaj-
Shek og herskörum hans við
hinn illræmda Mikhailovitch,
foringja yugoslavensku Chet-
nik hreyfingarinnar.
Bæði í Póllandi og Yugoslav-
íu báru vinstri öflin sigur úr
býtum í fyrstu lotu, en brezk
vopn tryggðu hægri öflunum
sigur í Belgíu og Grikklandi.
Hver verða úrslitin í Kína ?
Verður önnur stjórnin að lúta
í lægra haldi eða eru möguleik-
ar á að samkomulag náist?
Til þess að svara þeirri
spurningu er nauðsynlegt að
skyggnast aftur í tímann.
Kommúnistarnir hafa vantreyst
Chiang og Kuomintang flokki
hans frá því er Dr. Sun Yat-sen
lézt, en hann var stofnandi kín-
verska lýðveldisins. Chiang leit-
aðist við að festa sjálfan sig í
valdasessi með því að ganga
milli bols og höfuðs á hinum
kommúnístisku stuðningsmörm-
um stjórnarinnar, og þóttu
þær aðfarir bæði lævíslegar og
níðingslegar. Nokkrir þeirra
gátu þó nauðuglega forðað sér
og lagði þá hinn kommúnístiski
áttundi her land undir fót, 8000
km leið til norðurs, á flótta
undan herskörum Chiangs.
Norður þar settu þeir á stofn
Sovét Kína og færðu út kvíarn-
ar, þrátt fyrir herleiðangra
Chiangs gegn þeim. Þegar Jap-
anar réðust inn í Kína, sóttu
kommúnistarnir inn á hin her-
numdu svæði og ráku harðvít-
ugan skæruhernað gegn þeim.
Nú ráða kommúnistar yfir land-
svæði, sem hefir urn 90 miljón
íbúa. Herir þeirra nema 600.000
manns og auk þess eru þar 2
miljónir manna, sem hafa feng-
ið hernaðarlega þjálfun.
Harris Forman, fréttaritari
fyrir stórblaðið New York Her-
ald Tribune, fór nýlega 1 heim-
sókn til Sovét Kína og lét síðar
ummælt: ,,í styrjöld, sem staðið
hefir í sjö ár, hafa kommúnist-
arnir fellt eða sært 1.100.000
Japana og tekið höndum
150.000. Manntjón þeirra sjálfra
á sama tíma hefir numið
400.000 manns.“
Áttundi herinn hefir ekki