Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 19
HVER HEFIR Á RÉTTU AÐ STANDA 1 KlNA?
17
frá fangabúðum og leynilög-
reglu, sem starfaði í líkum anda
og Gestapo.
Sagt var frá opinberum til-
kynningum frá Chungking um
ægilegar orustur, sem ýmist
voru uppspuni einn eða stórum
ýktar. Dýrtíð, sem olli ólýsan-
legum bágindum hjá kínversk-
um almenningi, og sem stjórnin
gerði sér harla lítið far um að
sporna gegn. Mútum, sem gerði
sonum ríkra manna kleift að
komast undan herþjónustu
ellegar tryggði þeim herfor-
ingjatign.
Sagt var frá herforingjum,
sem drógu sér fé með því að
falsa skýrslur um fjölda her-
manna sinna, ellegar með því að
selja láns og leigu vörur á
svörtum markaði. Einnig hve
þeir hafa átt blómleg viðskifti
við óvini sína, Japana.
Allar þessar sögur áttu sam-
merkt íþví,að hinn óbreytti kín-
verski lýður berðist hetjulegri
baráttu gegn óvinurn sínum,
þrátt fyrir siðspilta og eigin-
gjarna foringja.
Fréttaritarar, sem störfuðu í
Sovét Kína, báru stjórninni þar
betur söguna. Þeir héldu því
fram að heitið „kommúnisti“
hefði aðra merkingu í Kína
heldur en í Rússlandi, og að
flokkurinn þar sé fremur frjáls-
lyndur en róttækur, og berj-
ist fyrir samskonar endur-
bótum, sem í Ameríku hafi
verið komið á fyrir löngu.
Jarðeigendur hafa ekki verið
sviftir löndurn sínum, en af-
gjöld leiguliða hafa verið
lækkuð úr 80% uppskerunnar í
20% og þess gætt að gjöldin séu
greidd; á þann hátt njóta bæði
jarðeigendur og leiguliðar
fyllsta öryggis. Mao Tse-tung
hefir lækkað skatta, látið fólkið
fá sjálfstjórn, skipulagt það til
starfa í stríði og friði og þjálfað
tugi þúsunda ungra manna til
forustu.
Kommúnistar í Kína eru
sannfærðir um að þeir muni
sigra í frjálsum kosningum,
vegna alls þess sem þeir hafa
gert fyrir lýðinn. Kuomintang
flokkurinn er hinsvegar stöðugt
að snúast meir á sveif með auð-
mönnunum og eru sumir erlend-
ir fréttaritarar sannfærðir um
að 90% lýðsins hafi snúið við
þeim baki.
Hvort sem fréttir þessar eru
réttar eða ekki, sýna þær þó að
kínversk alþýða verður að skipa
sér afdráttarlaust í flokk. Þær
sýna að báðir aðilar eru sterkir
3