Úrval - 01.10.1945, Síða 22
20
TJRVAL
vann að því í Moskva. Ég á af-
ar illt með tónsmíðar í stórborg,
og þessvegna sem ég varla
nokkuð á vetuma. Ég kenni við
tónlistarskóla, sæki fundi Tón-
listarsambandsins og held
hljómleika. í stuttu máli sagt,
á veturna er allt á ferð og
flugi, en á hvíldarheimilinu,
þar sem ég dvelst á sumrin,
er lífið friðsælt og kyrlátt.“
Tríóið er í fjórum köflum,
sem höfundurinn hefir ekki
gefið nöfn. Fyrsti kaflinn er
hægur og þunglyndislegur, en
verður smám saman fjörlegri
án þess að glata hinni ljóðrænu,
þungbúnu stemningu, sem
byggð er á rússneskum þjóðlög-
um af mikilli leikni. Annar
kaflinn er gleðilag (scherzo),
hvíldarvana og órólegt, og
minnir nokkuð á hið fræga
gleðilag í kvintett Shostakovich.
Þriðji kaflinn er sorgarlag
(chaconne), óendanlega dapur-
legir kveinstafir út af einhverj-
um, sem horfinn er að eilífu.
Fjórði kaflinn er sorglegur
gyðingadans, ægilegur í hinu
tryllta vonleysi, líkt og dauöa-
dansinn, sem Þjóðverjarnir í
Lwow morðbælinu neyddu tón-
listarmennina, sem dæmdirvoru
til dauða, til að semja og leika.
Þetta er ægilegasta og skelfi-
legasta músík, sem ég hefi
nokkru sinni heyrt. Hún minnir
á marsinn, sem er þriðji kaflinn
í áttundu symfoníu Shostako-
vich. í hljómkviðunni stendur
dauðinn álengdar og glottir
að kveinum og ógnum hins
deyjandi fólks. Dansinn í tríó-
inu lýsir samhliða böðlinum
og fórnarlambi hans. Sjálft
dansformið á verkinu eykur á
hinn ósegjanlega ægileik þess.
Hin tryllta sorg hægist nokkuð
í lokin, og þar er tekin upp
aftur hin alvarlega hryggð
sorgarlagsins. Tríóið er ofsa-
fengin og skelfileg aðvörun.
í samtalinu við mig sagði
Shostakovich, að hann gæti ekki
rætt um túlkunina á tríóinu, en
þegar ég minntist á áhrif frá
rússneskum þjóðlögum og Gyð-
ingalögum, var hann mjög á
sama máli. Hann sagði: „Margir
vaða í þeirri villu að halda, að
ég sniðgangi þjóðlög. Hvernig
gæti ég gert það? f bernsku
minni drakk ég í mig rússneska
söngva, og ég hefi ást á þeim.
1 hljómkviðum mínum, kvint-
ettum, annarri píanósónötunni
og fyrsta og öðrum kvartettin-
um heyri ég sterkan undir-
straum rússneskra þjóðlaga,