Úrval - 01.10.1945, Síða 22

Úrval - 01.10.1945, Síða 22
20 TJRVAL vann að því í Moskva. Ég á af- ar illt með tónsmíðar í stórborg, og þessvegna sem ég varla nokkuð á vetuma. Ég kenni við tónlistarskóla, sæki fundi Tón- listarsambandsins og held hljómleika. í stuttu máli sagt, á veturna er allt á ferð og flugi, en á hvíldarheimilinu, þar sem ég dvelst á sumrin, er lífið friðsælt og kyrlátt.“ Tríóið er í fjórum köflum, sem höfundurinn hefir ekki gefið nöfn. Fyrsti kaflinn er hægur og þunglyndislegur, en verður smám saman fjörlegri án þess að glata hinni ljóðrænu, þungbúnu stemningu, sem byggð er á rússneskum þjóðlög- um af mikilli leikni. Annar kaflinn er gleðilag (scherzo), hvíldarvana og órólegt, og minnir nokkuð á hið fræga gleðilag í kvintett Shostakovich. Þriðji kaflinn er sorgarlag (chaconne), óendanlega dapur- legir kveinstafir út af einhverj- um, sem horfinn er að eilífu. Fjórði kaflinn er sorglegur gyðingadans, ægilegur í hinu tryllta vonleysi, líkt og dauöa- dansinn, sem Þjóðverjarnir í Lwow morðbælinu neyddu tón- listarmennina, sem dæmdirvoru til dauða, til að semja og leika. Þetta er ægilegasta og skelfi- legasta músík, sem ég hefi nokkru sinni heyrt. Hún minnir á marsinn, sem er þriðji kaflinn í áttundu symfoníu Shostako- vich. í hljómkviðunni stendur dauðinn álengdar og glottir að kveinum og ógnum hins deyjandi fólks. Dansinn í tríó- inu lýsir samhliða böðlinum og fórnarlambi hans. Sjálft dansformið á verkinu eykur á hinn ósegjanlega ægileik þess. Hin tryllta sorg hægist nokkuð í lokin, og þar er tekin upp aftur hin alvarlega hryggð sorgarlagsins. Tríóið er ofsa- fengin og skelfileg aðvörun. í samtalinu við mig sagði Shostakovich, að hann gæti ekki rætt um túlkunina á tríóinu, en þegar ég minntist á áhrif frá rússneskum þjóðlögum og Gyð- ingalögum, var hann mjög á sama máli. Hann sagði: „Margir vaða í þeirri villu að halda, að ég sniðgangi þjóðlög. Hvernig gæti ég gert það? f bernsku minni drakk ég í mig rússneska söngva, og ég hefi ást á þeim. 1 hljómkviðum mínum, kvint- ettum, annarri píanósónötunni og fyrsta og öðrum kvartettin- um heyri ég sterkan undir- straum rússneskra þjóðlaga,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.