Úrval - 01.10.1945, Síða 23
SHOSTAKOVICH TÚLKAR SIGURINN 1 TÓNUM
21
einnig í tríóinu. Hvað Gyðinga-
tónlistina snertir er líklega
fremur um tilviljun að ræða, þó
að ég haldi upp á söngva þeirra.
Ég veit ekki almennilega
hversvegna. Ef til vill er það
af því, að ég heyrði margt af
lögum þeirra einn vetur hjá
manni, sem heitir Berezovsky.
Hann safnaði þremur bindum
af þessari tónlist og sýndi mér
þau. Þjóðfélagsmálatúlkun yðar
kann að vera rétt, eða bæði öflin
voru að verki.“
Shostakovich samdi annan
strengjakvartettinn strax eftir
að hann lauk við tríóið. ,,Ég
lauk því af í einni lotu. Ég lauk
við tríóið 13. águst, en kvartett-
inn 20. ágúst. Ég var örfáa daga
að skrifa hann niður,“ sagði
hann.
,,Þó að hann fylgdi strax á
eftir tríóinu voru þessi tvö
verk mjög ólík, svo ólík, að á
þeim er ekki hægt að gera neinn
samanburð." Hann talaði um
þetta verk sitt sem fyrsta raun-
verulega strengjakvartettinn
sinn. ,,Sá, sem ég samdi þar á
undan, var aðeins tilraun. Það
þarf 12 mínútur til að leika
hann. Við hinn þarf 36 eða 37
mínútur.
Kvartettinn er síðasta verk
Shostakovich og í því er einna
mestur skáldlegur innblástur
allra verka hans. í honum er
mikið áhrifamagn og söngræn
fegurð. Þarna hefir hann gengið
skrefi lengra í tilhneigingu
sinni til meiri einfaldleika og
þess er hann nefnir „skýrleika
tónmálsins." Þessarar tilhneig-
ingar verður vart í verkum hans
frá því hann samdi fimmtu
hljómkviðuna. Kvartettinn greip
hugi áheyrenda, er hann var
nýlega leikinn í fyrsta > sinn.
Hann vakti mikinn áhuga meðal
fólksins, og einn listdómarinn
komst svo að orði: Shostako-
vich, sem er mesti hljómkviðu-
meistari Rússlands frá því
Tchaikovsky leið, er einnig
sannur arftaki hans í kammer-
músík.
Samtal okkar fór fram í hinni
stóru og loftgóðu vinnustofu
tónskáldsins í fjögra herbergja
íbúð í Moskva, sem Moskvabú-
ar gáfu honum, er hann ákvað
að setjast að í höfuðborginni,
að minnsta kosti um stundar-
sakir. I vinnustofunni er ekkert
nema eitt borð og tvö Steinway
píanó. (Hann á einnig tvö píanó
í íbúð sinni í Leningrad). Borðið
var fullt en þar var þó allt á
ringulreið. Bókum, blöðum og