Úrval - 01.10.1945, Side 26
24
ÚRVAL
unni. Auk þess eru ýmis önnur
efni, sem eru sérkennandi fyrir
allt líf.
Sp.: Er það þá tvennt, sem
sérkennir lífið: að það viðheld-
ur sjálfu sér með efnum, sem
það tekur frá umhverfinu, og að
lífverurnar eru gerðar úr öðr-
um efnum en hin ólífræna nátt-
úra?
Sv.: Já. En á einum stað má
segja, að við séum komin að
landamærum lífsins og hinnar
dauðu náttúru.
Til er ein tegund örsmárra líf-
vera, sem við nefnum virus eða
huldusýkla. Huldusýklar eru
ákaflega smáir, minni en venju-
legar bakteríur, og eru með öllu
ósýnilegir í smásjá. Sumir sjúk-
dómar í jurtum og dýrum eru
af völdum huldusýkla; meðal
þessara sjúkdóma er influenza.
Einnig má telja hinn alþekkta
sjúkdóm sem ásækir tóbaks-
plöntuna. Vísindamönnum hefir
heppnast að vinna úr sýktum
plöntum ákveðið efni, sem
orsakar sjúkdóminn. Við efna-
rannsókn kom í ljós, að þetta
er eggjahvítuefni. Þetta efni
hefir verið einangrað hreint, og
má varðveita það í glasi, rétt
eins og maður geymir sykur. Á
meðan það er í þessu ástandi,
sjást engin lífsmörk með því.
En jafnskjótt og ögn af því er
látin aftur á rétta plöntutegund,
tekur það að vaxa. Með öðrurn
oroum, þetta eggjahvítuefni
hefir þá náttúru að ,,tímgast“
með því að taka til sín önnur
efni.
Sp.: Er þetta eggjahvítuefni
eða virus, eða hvað það nú er,
lifandi eða ekki?
Sv.: Rétta svarið er, trúi ég,
að það sé á mörkum lífs og líf-
vana efnis; og engin skýr
markalína verði dregin þar í
milli.
Sp.: Gæti það hugsast, að
upphaf lífsins megi rekja til
fyrirbæra í líkingu við huldu-
sýklana.
Sv.: Andspænis hinni tor-
ráðnu gátu um uppruna lífsins
eru yðar tilgátur ef til vill allt
eins nærfærnar og mínar. En
eins og þér talið um, hlýtur það
að eiga upptök sín í líflausu
efni, og ekki er ósennilegt að
fyrstu stigin hafi verið myndun
flókinna efnasambanda í líkingu
við eggjahvítuefnin. Ef til vi!l
hafa einhverntíma í jarðsög-
unni fyrirfundizt grunn höf,
seltumikil, sem hafa haldist
nokkurn veginn jafnheit að
staðaldri. Við slík skilyrði get-