Úrval - 01.10.1945, Page 29
VlSINDIN SVARA SPURNINGUM
27
Sv.: Ég hygg, að ef þér reynið
að muna, hvemig hugmyndin
varð upphaflega til, munið þér
komast að raun um, að einhver
— kannske smávægilegur at-
burður í hinum ytri heimi, kom
hugsanakeðjunni af stað. Það
er ekkert nýtt í þessari hug-
mynd. Það er sögð sú saga, að
fsak Newton hafi fyrst farið
að hugsa um aðdráttaraflið,
þegar hann sá epli falla niður
úr tré. Það er ekki víst, að eplið
hefði haft samskonar áhrif á
einhvern annan, rétt eins og
ekki hleypur af byssu þegar
komið er við gikkinn, nema svo
vilji til, að hún sé hlaðin. Til
þess að öðlast skilning á eðli
hugsunarinnar, verður nauðsyn-
legt að rannsaka hvað gerist,
þegar hugsunin er vakin.
]-[
I*að or ekki sama á hvem veg það er sagft.
Amerískur auðkýfingur sendi son sinn á háskóla. Pilturinn
fékk ríflega vasapeninga, en stúdentalífið krafðist þó meira og
varð hann því brátt skuldum vafinn. Hann sá enga aðra leið
út úr ógöngunum en leita á náðir föður síns og símaði honum
því á þessa leið:
„Pabbi minn sendu mér meiri peninga."
Faðirinn varð öskureiður. Reyndar munaði hann ekkert um
að hjálpa piltinum, en honum fannst hann hefði átt að
biðja um þetta á tilhlýðilegan hátt. Hann fór því til sonar sins,
veifaði framan í hann skeytinu og hreytti út úr sér:
„Hvað meinar þú piltur minn að senda mér svona skeyti.
Kurteisin kostar enga peninga. Pabbi minn sendu mér meiri
peninga. Ekki nema það þó.“
„Skeytið mitt hljóðaði alls ekki svona,“ svaraði piltuurinn.“
„Ég símaði á þessa leið:
„Pabbbbi minn seeeendu mér meiri peninga."
Bvör við dœmum á blaðsíðu 18.
1. *V,o + 4. 1.926.
2. 50 + 49 + % + x/n. 5. 685 sinnum 685.
3. 3S + */„ + 3 (3* þýðir 3 sinnum 3 6. 125 sinnum 37.
sinnum 3).
4*