Úrval - 01.10.1945, Side 31

Úrval - 01.10.1945, Side 31
WINSTON CHURCHILL 29 um tryggð hans við hinar há- leitu stjórnmála- og siðferðis- hugsjónir, sem hann hafði helg- að sig frá upphafi. Og það var þessi tryggð, sem gerði hann að hinum sjálfsagða leiðtoga í maí 1940, þegar Hitler sendi herskara sína í vesturveg. 1 átta ömurleg ár höfðu hinn ringlaði MacDonald, hinn hug- myndasnauði Baldwin, hinn sjálfglaði Chamberlain og ó- breyttir liðsmenn í flokki hans, ekki tekið neitt tillit til hans, næstum fyrirlitið hann. Um tíma var honum gefinn laus taumurinn, en svo fór, að hann var talinn til óþæginda og að lokum álitinn stórhættulegur. En það var ekki hægt að þagga niður í honum. Mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, hóf hann raust sína og varaði við hættunni af hernaðarsinnum einræðisríkjanna, varaði við því að láta hin þjóðlegu örygg- issamtök fara út um þúfur, varaði við þeiri stefnu að láta reka á reiðanum og að friða yfirgangsríkin. Hann var næstum sá eini af mikils háttar stjórnmálamönnum í Bretlandi, sem sá hvert var eðli þeirrar hættu, sem var að skapast á meginlandi Evrópu. Hann var næstum hinn eini, sem minnti Bretland á skyldu þess og heið- ur. Aldrei hafði orðum hans verið sinnt minna en á hinum örlagaþrungnu árum 1938 og 1939, þegar óveðrið, sem hann var búinn að spá svo lengi, skall á Bretland óviðbúið og ráðalaust. Við hernám Prags opnuðust augu Chamberlains fyrir hættunni, hann endur- skipulagði ráðuneyti sitt og hraðaði framkvæmd vígbúnað- arins. En jafnvel þá var ekk- ert rúm fyrir spámanninn, sem hafði reynzt svo hræðilega sannspár. En jafnvel hin takmarka- lausa skammsýni Chamberlains gat ekki haldið Winston Churc- hill utan garðs að eilífu, og hinn örlagaríka dag, þegar for- sætisráðherrann tilkynnti heim- inum að Bretland hefði sagt Þýzkalandi stríð á hendur, barst sú frétt út, að Churchill væri aftur orðinn flotamálaráðherra. Og átta mánuðum seina, þegar hin djarflega en vonlausa Noregs-herför fór út um þúfur, og almenningur hætti að trúa að Chamberlain-stjórnin væri yfirleitt fær um að heyja stríð, þá var það Churchill, sem konungurinn, þingið og þjóðin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.