Úrval - 01.10.1945, Qupperneq 31
WINSTON CHURCHILL
29
um tryggð hans við hinar há-
leitu stjórnmála- og siðferðis-
hugsjónir, sem hann hafði helg-
að sig frá upphafi. Og það
var þessi tryggð, sem gerði hann
að hinum sjálfsagða leiðtoga
í maí 1940, þegar Hitler sendi
herskara sína í vesturveg. 1
átta ömurleg ár höfðu hinn
ringlaði MacDonald, hinn hug-
myndasnauði Baldwin, hinn
sjálfglaði Chamberlain og ó-
breyttir liðsmenn í flokki hans,
ekki tekið neitt tillit til hans,
næstum fyrirlitið hann. Um
tíma var honum gefinn laus
taumurinn, en svo fór, að hann
var talinn til óþæginda og að
lokum álitinn stórhættulegur.
En það var ekki hægt að
þagga niður í honum. Mánuð
eftir mánuð, ár eftir ár, hóf
hann raust sína og varaði við
hættunni af hernaðarsinnum
einræðisríkjanna, varaði við
því að láta hin þjóðlegu örygg-
issamtök fara út um þúfur,
varaði við þeiri stefnu að láta
reka á reiðanum og að friða
yfirgangsríkin. Hann var
næstum sá eini af mikils háttar
stjórnmálamönnum í Bretlandi,
sem sá hvert var eðli þeirrar
hættu, sem var að skapast á
meginlandi Evrópu. Hann var
næstum hinn eini, sem minnti
Bretland á skyldu þess og heið-
ur. Aldrei hafði orðum hans
verið sinnt minna en á hinum
örlagaþrungnu árum 1938 og
1939, þegar óveðrið, sem hann
var búinn að spá svo lengi,
skall á Bretland óviðbúið og
ráðalaust. Við hernám Prags
opnuðust augu Chamberlains
fyrir hættunni, hann endur-
skipulagði ráðuneyti sitt og
hraðaði framkvæmd vígbúnað-
arins. En jafnvel þá var ekk-
ert rúm fyrir spámanninn, sem
hafði reynzt svo hræðilega
sannspár.
En jafnvel hin takmarka-
lausa skammsýni Chamberlains
gat ekki haldið Winston Churc-
hill utan garðs að eilífu, og
hinn örlagaríka dag, þegar for-
sætisráðherrann tilkynnti heim-
inum að Bretland hefði sagt
Þýzkalandi stríð á hendur, barst
sú frétt út, að Churchill væri
aftur orðinn flotamálaráðherra.
Og átta mánuðum seina,
þegar hin djarflega en vonlausa
Noregs-herför fór út um þúfur,
og almenningur hætti að trúa
að Chamberlain-stjórnin væri
yfirleitt fær um að heyja stríð,
þá var það Churchill, sem
konungurinn, þingið og þjóðin